Námsörðugleikar

Fjölmargir fullorðnir einstaklingar eiga við lesblindu að glíma og er það eitt af markmiðum SÍMEY að aðstoða þá eftir bestu getu. Reglulega eru í boði námskeið sem henta vel lesblindum til að vinna að aukinni færni sbr. Aftur í nám og Skref til sjálfshjálpar í lestri og ritun sem eru viðurkenndar námsleiðir sem hafa það að markmiði að styrkja lestrarfærni þátttakenda.



Einnig er hægt að koma í viðtal hjá náms- og starfsráðgjafa og fá ábendingar varðandi lesblindugreiningar eða reikniblindu. Í slíkum viðtölum er einnig hægt að skoða með námstækni og hvernig hægt er að ná betri tökum á námi.