Vinnustaðaráðgjöf

RáðgjöfVilt þú fá hlutlausan aðila til að koma og ræða við starfsfólkið? Hjá SÍMEY starfa náms- og starfsráðgjafar sem bjóða upp á ráðgjöf fyrir alla, hvort heldur sem er á vinnustaðnum eða í húsnæði okkar á Akureyri og Dalvík.

Ráðgjafar geta m.a. farið yfir líðan í starfi, samskipti á vinnustað, metið fræðsluþörf, færni, persónulega styrkleika og áhugasvið hvers og eins. Allt eru þetta þættir sem stuðla að bættum starfsanda og aukinni færni og þekkingu.

Vertu í sambandi og við sníðum ráðgjöfina að þörfum vinnustaðarins.

Frekari upplýsingar varðandi fyrirtækjaþjónustu SÍMEY gefur:
Ingunn Helga - 460-5727 - ingunn@simey.is