Fjölmenni á forvarnadegi í Hofi

Frá Forvarnadegi Streituskólans og SÍMEY í Menningarhúsinu Hofi 17. október sl.
Frá Forvarnadegi Streituskólans og SÍMEY í Menningarhúsinu Hofi 17. október sl.

Forvarnadagur Streituskólans og SÍMEY í Menningarhúsinu Hofi í síðustu viku tókst með miklum ágætum og sóttu hann hátt í hundrað manns. Hér eru myndir sem Sif Jóhannesdóttir, verkefnastjóri hjá SÍMEY, tók á málþinginu í Hofi. 

Málþing forvarnadagsins var hugsað fyrir stjórnendur og starfsfólk fyrirtækja og var rauði þráðurinn í erindunum á málþinginu hvernig megi koma í veg fyrir að sú staða komi upp að fólk lendi í vítahring streitu og kulnunar í starfi.

Mörg afar athyglisverð og upplýsandi sjónarmið komu fram í máli frummælenda og þátttakenda á málþinginu, sem var í alla staði vel heppnað.