Samstarfssamningur við Strikið/Bryggjuna um "Fræðslu í ferðaþjónustu"

Að lokinni undirritun samstarfssamningsins. Frá vinstri: Róbert Aðalsteinsson og Steinunn Heba Finns…
Að lokinni undirritun samstarfssamningsins. Frá vinstri: Róbert Aðalsteinsson og Steinunn Heba Finnsdóttir frá Strikinu/Bryggjunni, Hildur Betty Kristjánsdóttir, starfsmaður Hæfniseturs ferðaþjónustunnar, Helgi Þ. Svavarsson, verkefnastjóri SÍMEY, og Valgeir B. Magnússon, framkvæmdastjóri SÍMEY.

Veitingastaðirnir Strikið/Bryggjan á Akureyri taka þátt í tilraunaverkefninu “Fræðsla í ferðaþjónustu” og hafa gert samstarfssamning við Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar og Hæfnisetur ferðaþjónustunnar þess efnis. SÍMEY sér um framkvæmd greininga og fræðslu í samstarfi við Hæfnisetrið.  Starfsmenntastjóðurinn Landsmennt sem kostar verkefnið undir merkjum Fræðslustjóri að láni og liggur þar fyrir þríhliðasamningur milli SÍMEY, Striksins/Bryggjunnar og Landsmenntar.

Samningurinn tekur strax gildi og er hann til sextán mánuða, til júní 2019. Samningurinn er víðtækur en rauði þráðurinn í honum er fræðsla fyrir starfsmenn Striksins/Bryggjunnar. Myndaður verður stýrihópur innan fyrirtækisins sem mun vinna að verkefninu með Helga Þorbirni Svavarssyni og Ingunni Helgu Bjarnadóttur, verkefnastjórum SÍMEY og Hildi Betty Kristjánsdóttur, starfsmanni Hæfniseturs ferðaþjónustunnar.

Meðal þess sem verður unnið í þessu tilraunaverkefni er að setja upp fræðsluáætlun fyrir Strikið/Bryggjuna. Það verður gert í kjölfar vinnu stýrihópsins innan fyrirtækisins og áðurgreindra sem stýra verkefninu fyrir hönd SÍMEY og Hæfnisetursins.

Á veitingastöðunum Strikinu og Bryggjunni eru fastir starfsmenn fyrirtækisins á þriðja tuginn en sú tala meira en tvöfaldast á mesta álagstímanum yfir sumarið, þegar ferðamannastraumurinn er í hámarki. Meginhluti starfsmanna er í  stéttarfélaginu Einingu Iðju sem er aðili að Landsmennt.

Í gær, fimmtudaginn 22. febrúar var skrifað undir samstarfssamninginn um "Fræðslu í ferðaþjónustu". Af hálfu Striksins/Bryggjunnar skrifuðu undir samninginn Steinunn Heba Finnsdóttir og Róbert Aðalsteinsson, Valgeir B. Magnússon fyrir hönd SÍMEY og Hildur Betty Kristjánsdóttir fyrir hönd Hæfniseturs ferðaþjónustunnar.