Samstarf við Sjómennt

Samningur undirritaður 26.janúar
Samningur undirritaður 26.janúar

SÍMEY hefur gert samning við Fræðslusjóðinn Sjómennt um að þróa bóklegt nám fyrir sjómenn, tungumála og upplýsingatækninámskeið.  Þessi námstilboð verða í boði frá og með næsta hausti. Sjómönnum innan samstarfsfyrirtækjanna verður boðin þátttaka í raunfærnimati m.a. í iðngreinum, fiskveiðum, fiskvinnslu, netagerð ofl.  Þetta er unnið í samstarfi við MÍMI símenntun, IÐUNA fræðslusetur, MSS Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum og Visku Fræðslu og símenntunarmiðstöð Vestmannaeyja. Fræðslumiðstöð Atvinnulífsins er einnig samstarfsaðili. Samstarfsaðilar eru valin fyrirtæki á svæðum samstarfsaðila og stéttarfélög.

Megintilgangur verkefnisins er að hvetja sjómenn til símenntunar og náms og að búa til námstilboð sem henta starfsvettvang þeirra. Verkefni þetta hefur mikið yfirfærslugildi.