Rafrænn aðalfundur SÍMEY í dag

Ársfundurinn í dag var rafrænn og var hann ágætlega sóttur.
Ársfundurinn í dag var rafrænn og var hann ágætlega sóttur.

Rafrænn aðalfundur SÍMEY var haldinn í dag og var hann prýðilega vel sóttur. Á fundinum fóru Valgeir B. Magnússon, framkvæmdastjóri SÍMEY, og Arna Jakobína Björnsdóttir, formaður stjórnar SÍMEY, yfir liðið ár.

Eins og nærri má geta setti heimsfaraldur kórónuveiru mark sitt á starfsemi SÍMEY á árinu. Húsakynnum SÍMEY þurfti að loka í margar vikur síðastliðið vor og færa námskeið úr staðnámi yfir í fjarnám. Það gekk almennt ótrúlega vel og lögðust allir á eitt – bæði starfsmenn og nemendur – til þess að það gæti gengið.

Hér er ársskýrsla SÍMEY fyrir árið 2020 og gefur hún yfirgripsmikið yfirlit yfir starfsemina á árinu.

Á árinu voru 12 starfsmenn í 10 stöðugildum hjá SÍMEY auk 150 verktaka og annarra samstarfsaðila. Á árinu 2020 nýttu um fjögur þúsund manns þjónustu SÍMEY í stað fimm þúsund árið 2019 og ríflega þrjú þúsund manns sóttu námskeið á árinu samanborið við fjögur þúsund á árinu 2019. Fjöldi náms- og starfsráðgjafarviðtala var 662 á árinu og fjölgaði lítillega á milli ára. Heildarfjöldi nemendastunda á árinu var nánast óbreyttur á milli ára eða rétt um 56 þúsund, konur voru í miklum meirihluta þeirra sem sóttu námskeið á árinu.

Kórónuveirufaraldurinn setti strik í reikninginn í rekstri SÍMEY á árinu. Tekjur voru um 215 milljónir króna og lækkuðu um 17 milljónir milli ára. Rekstrargjöld voru 231 milljón og lækkuðu um 15 milljónir milli ára. Að teknu tilliti til fjármunatekna var rekstrartap ársins 14,6 milljónir. Eigið fé um áramót var um 80 milljónir og eigið fé og skuldir námu í lok árs um 110 milljónum króna.

Á ársfundinum í dag voru samþykktar minniháttar breytingar á skipulagsskrá SÍMEY.

Í stjórn SÍMEY 2021-2023 voru kjörin:

Aðalstjórn:
Arna Jakobína Björnsdóttir, fulltrúi opinberra stéttarfélaga
Sverrir Gestsson, fulltrúi almennra fyrirtækja
Axel Grettisson, fulltrúi sveitarfélaga við Eyjafjörð
Halldór Óli Kjartansson, fulltrúi almennra stéttarfélaga
Halla Margrét Tryggvadóttir, fulltrúi Akureyrarbæjar
Ingimar Eydal, fulltrúi opinberra stofnana

Eyjólfur Guðmundsson, fulltrúi menntastofnana

Varastjórn:
Hjördís Sigursteinsdóttir, fulltrúi opinberra stéttarfélaga
Anna María Kristinsdóttir, fulltrúi almennra fyrirtækja
María Albína Tryggvadóttir, fulltrúi sveitarfélaga við Eyjafjörð
Anna Júlíusdóttir, fulltrúi almennra stéttarfélaga
Hlynur Már Erlingsson, fulltrúi Akureyrarbæjar
Erla Björnsdóttir, fulltrúi opinberra stofnana
Sigríður Huld Jónsdóttir, fulltrúi menntastofnana