Námskeið fyrir öryggistrúnaðarmenn

Námskeið fyrir öryggistrúnaðarmenn,-verði og mannauðsstjóra (vinnuverndarfulltrúa) Vinnuvernd ehf. og Mannvit hf. standa fyrir námskeiði sem ætlað er vinnuverndarfulltrúum en þeim ber lögbundin skylda til að sækja slíkt námskeið. Markmiðið með námskeiðinu er að vinnuverndarfulltrúar öðlist grunnþekkingu á vinnuvernd í samræmi við lög nr. 46/1980. Námskeiðið fer fram á Akureyri dagana 14. og 15. október milli kl. 8:30-16:00.

Námskeið fyrir öryggistrúnaðarmenn,-verði og mannauðsstjóra (vinnuverndarfulltrúa)

Vinnuvernd ehf. og Mannvit hf. standa fyrir námskeiði sem ætlað er vinnuverndarfulltrúum en þeim ber lögbundin skylda til að sækja slíkt námskeið. Markmiðið með námskeiðinu er að vinnuverndarfulltrúar öðlist grunnþekkingu á vinnuvernd í samræmi við lög nr. 46/1980.

Námskeiðið fer fram á Akureyri dagana 14. og 15. október milli kl. 8:30-16:00.

Meðal þess sem fjallað er um á námskeiðinu er:
Lög og reglur í tengslum við vinnuverndarstarf
Áhættumat starfa
Umhverfisþættir s.s. hávaða, lýsingu og loftgæði
Líkamlegir áhættuþættir
Félagslegir og andlegir áhættuþættir s.s. einelti, streitu og kulnun
Hættuleg efni og efnafræðilegir skaðvaldar
Vinnuslys, atvinnusjúkdómar og líffræðilegir skaðvaldar
Vélar og tæki
Heilsueflingu á vinnustað

Leiðbeinendur námskeiðsins hafa áralanga reynslu af sérfræðiráðgjöf fyrir vinnustaði og einkennir sú reynsla námskeiðið. Auk þess sem sérstaklega er fjallað um brunavarnir, hönnun vinnustaða og heilsueflingu í fyrirtækjum.
Staðsetning: SÍMEY Þórsstíg 4
Hvenær: Mánudaginn 14. og þriðjudaginn 15. október frá kl. 8:30 ? 16:00
Verð: 39.700 kr

Skráning