LIFÐU núna! Mindfullness á Akureyri

LIFÐU NÚNA!

Mindfulness byltingin er komin til Akureyrar

Í boði er hugarró, núvitund, vellíða, gleði og sátt!

 

— Opinn fyrirlestur með Ásdís Olsen laugardaginn 11. apríl kl. 10:00 til 11:30. 

Ef þú hefur ekki stjórn á huganum, hefur hugurinn stjórn á þér! 

Mindfulness er öflugasta leiðin sem við þekkjum í dag til að vinna á streitu og efla heilbrigði, jákvætt hugarfar, vellíðan og sátt. 

Þetta er áhrifaríkur og umbreytandi fyrirlestur sem veitir þér nýjan skilning á hugarfari, líðan og hegðun.  Við kynnumst því hvernig við getum valið okkur viðhorf og lærum nokkrar hagnýtar Mindfulness æfingar og aðferðir sem gagnast til að staldra við líðandi stund, efla hugarró og sátt. 

Lengd: 90 mín.  
Kennari: Ásdís Olsen
Hvar: SÍMEY Þórsstíg 4
Hvenær: Laugardaginn 11.apríl kl. 10:00  11:30
Verð: 5.000,- 

————————

Ásdís Olsen (B.Ed. og M.A.) er skemmtilegur og hrífandi Mindfulness kennari. Hún hefur áralanga reynslu af að kenna Mindfulness við Háskóla Íslands og hefur sérhæft sig í Mindfulness á vinnustöðum.  Ásdís gaf út metsölubókin Meiri hamingja og gerði sjónvarpsþættina Hamingjan sanna á Stöð 2.— Ásdís lauk kennaranámi í Mindfulness frá Bangor háskóla í Wales – Centre for Mindfulness Research and Practice og sérfræðinámi í Hugrænni atferlismeðferð (HAM) frá Endurmenntun Háskóla Íslands/Oxford, árið 2008. Sjá nánar á www.hamingjuhusid.is   

SKRÁNING á www.simey.is eða 460-5720