Jákvætt viðhorf nemenda á vorönn 2017 til náms í SÍMEY

Viðhorf nemenda til náms í SÍMEY  á vorönn 2017 reyndist samkvæmt viðhorfskönnun almennt vera jákvæt…
Viðhorf nemenda til náms í SÍMEY á vorönn 2017 reyndist samkvæmt viðhorfskönnun almennt vera jákvætt.

Síðastliðið vor sendi SÍMEY bréf til allra þátttakenda á námskeiðum SÍMEY á vorönn 2017 þar sem kannaður var hugur þeirra til námsins. Með slíkri viðhorfskönnun vildi SÍMEY fá afstöðu þátttakenda til námsins og starfsemi SÍMEY í því skyni að bæta þjónustuna.

Niðurstöður þessar könnunar gefa til kynna að almennt ríki almenn ánægja þeirra sem sækja nám í SÍMEY með námið. Þannig svöruðu 96% svarenda því játandi að námið í SÍMEY hefði verið þeim gagnlegt og álíka hátt hlutfall þátttakenda sagði að þeim hefði liðið vel í náminu í SÍMEY.

Spurt var um námsmat og skipulag námsins og aðgengi þátttakenda að starfsfólki. Einnig voru þátttakendur spurðir um traust til SÍMEY sem fræðsluaðila og hversu vel starfsfólk tæki tillit til þeirra þarfa. Í svörum við báðum þessum spurningum gáfu 92% svarenda jákvætt svar.  

Þá kom fram í könnuninni að um 90% þátttakenda lýstu ánægju sinni með aðstöðu til námsins í SÍMEY.