Áhugaverð stjórnendanámskeið til vors

Næsta stjórnendanámskeið verður nk. miðvikudag.
Næsta stjórnendanámskeið verður nk. miðvikudag.
Til vors stendur SÍMEY fyrir áhugaverðri röð námskeiða sem ætluð eru stjórnendum. Fyrsta námskeiðið verður nk. miðvikudag þegar Ingrid Kuhlman, þjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun ehf. verður með námskeið sem hún kallar Að ráða rétta fólkið. Viku síðar, miðvikudag fyrir páska, verða Guðný Sverrisdóttir og Svanfríður Jónasdóttir hjá Ráðgjafarfyrirtækinu Ráðrík með námskeið sem þær kalla Fjármál sveitarfélaga fyrir byrjendur. Síðasta námskeið mánaðarins verður 30. mars, í apríl verða þrjú námskeið og síðustu tvö námskeiðin á þessari önn verða 4. maí. Hér má sjá skrá yfir öll stjórnendanámskeið sem verða í boði hjá SÍMEY til vors.

Til vors stendur SÍMEY fyrir áhugaverðri röð námskeiða sem ætluð eru stjórnendum. Fyrsta námskeiðið verður nk. miðvikudag þegar Ingrid Kuhlman, þjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun ehf. verður með námskeið sem hún kallar Að ráða rétta fólkið. Viku síðar, miðvikudag fyrir páska, verða Guðný Sverrisdóttir og Svanfríður Jónasdóttir hjá Ráðgjafarfyrirtækinu Ráðrík með námskeið sem þær kalla Fjármál sveitarfélaga fyrir byrjendur. Síðasta námskeið mánaðarins verður 30. mars, í apríl verða þrjú námskeið og síðustu tvö námskeiðin á þessari önn verða 4. maí. Hér má sjá skrá yfir öll stjórnendanámskeið sem verða í boði hjá SÍMEY til vors.

Valgeir Magnússon, verkefnastjóri hjá SÍMEY, hefur yfirumsjón með stjórnendanámskeiðunum. Hann segir að með námskeiðaröðinni vilji SÍMEY ná í auknum mæli til stjórnenda fyrirtækja og stofnana. „Við viljum með þessu leggja okkar að mörkum til þess að auka aðgengi stjórnenda á svæðinu að fræðslu sem er beinlínis sett upp fyrir þá. Að hluta til vinnum við þetta með Stjórnendafræðslu Akureyrarbæjar og við munum fá þátttakendur frá Akureyrarbæ en einnig viljum við fá þátttöku frá öðrum stofnunum og fyrirtækjum,“ segir Valgeir.

Hann segir að val á námskeiðunum hafi tekið mið af skoðanakönnun sem gerð var á meðal fimmtíu stjórnenda sem komu á fyrirlestur sl. haust í tilefni af fimmtán ára afmæli SÍMEY. „Við vonum að námskeiðin höfði til breiðs hóps stjórnenda og við lögðum okkur fram um að fá bestu leiðbeinendur á hverju sviði. Við erum því að leggja mikið í þessi námskeið og væntum þess að þau standi undir væntingum,“ segir Valgeir og bætir við að það sé klárlega vilji SÍMEY að framhald verði á slíku námskeiðahaldi fyrir stjórnendur næsta haust.