Afhentu Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis peningagjöf

Peningagjöfin afhent Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis. Frá vinstri: Halldóra Björg Sævarsdót…
Peningagjöfin afhent Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis. Frá vinstri: Halldóra Björg Sævarsdóttir, Kristín Steindórsdóttir og Kristín Björk Gunnarsdóttir.

Fyrr í þessum mánuði var Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis afhent 95 þúsund króna peningagjöf, sem var afrakstur námskeiðs sem Kristín Steindórsdóttir, næringaþerapisti og jógakennari, hélt í SÍMEY 29. október sl.  Í sameiningu héldu Kristín og SÍMEY námskeið þar sem auglýst var að allur ágóði rynni til Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis og gaf Nettó allt hráefni á námskeiðið og lagði um leið góðu málefni lið.

Ekki þarf að orðlengja það að afar góð aðsókn var á námskeiðið, þar sem Kristín Steindórsdóttir deildi reynslu sinni af breyttu mataræði og heilsusamlegri lífsstíl, sem næst fimmtíu manns sóttu námskeiðið. Hver þátttakandi greiddi 2000 kr. í námskeiðsgjald og þegar upp var staðið söfnuðust 95 þúsund krónur sem Kristín Steindórsdóttir og Kristín Björk Gunnarsdóttir, verkefnastjóri hjá SÍMEY, afhentu Halldóru Björg Sævarsdóttur, framkvæmdastjóra Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis.