300 manns í námi

Miðvikudaginn 21.október voru hátt í 300 manns í námi hjá SÍMEY þann dag. 170 starfsmenn Búsetudeildar voru á námskeiði um lög og réttindi fatlaðra sem sérfræðingar Velferðaráðuneytis sáu um.

Um 50 stjórnendur sátu námskeið á vegum ICE-Lean um straumlínustjórnun (Lean management). Með annarri starfsemi þá var þessum fjölda náð.

Þessi námskeið eru dæmi um fjölbreytileika starfseminnar, við hvetjum alla til að kynna sé þá möguleika sem eru í boði, ekki síst stjórnendur á Eyjafjaðarsvæðinu varðandi möguleika í stjórnendanámskeiðum og sí- og endurmenntun fyrir sína vinnustaði.