Viðhald skíða

Flokkur: námskeið

Viðhald og umhirða skíða –3 klst staðnámskeið

Leiðbeinandi:  Dagur Óskarsson 

Á námskeiðinu verður fjallað almennt um hvernig einstaklingar eiga að velja sér skíði út frá því hvaða skíðaíþrótt verið er að stunda. Einnig verður farið yfir grunnatriði í viðhaldi á skíðabúnaði og hvað einstaklingar þurfa að hafa í huga áður en farið er af stað. Þátttakendum verður einnig kennt handtök við viðhald og leyft að prófa sig áfram.  

Þátttakendur læra meðal annars um uppbyggingu og þróun skíða:  Samsetningar, efni og eiginleikar. Áhrif lögunnar (radius) og spennu á eiginleika skíðanna. Hvers ber að horfa til við val á skíðum?

Einnig læra þátttakendur almenna umhirða á skíðum:  Undirburður/rennslisvax (vax brætt undir skiði), val á vaxi mtt. snjógerðar og hitastigs, umhirða og brýning á skálkönntum.

 

Verð:  21.000 kr.  

 

*Félagsmenn í stéttarfélögunum Eining Iðja, Kjölur og Sameyki sækja námskeiðin sér að kostnaðarlausu. 

Kjölur og Sameyki greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir sína félagsmenn og starfsmenntasjóðirnir Landsmennt, Ríkismennt og Sveitamennt greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir félagsmenn í Einingu Iðju. 

Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð