Verkefnastjórnun – verkefnisáætlun

Flokkur: Stök námskeið

Á námskeiðinu er m.a. fjallað um:

• Verkefnisgreiningar m.a. hagsmunaaðila- og áhættugreiningar.

• Árangursmælikvarða og markmiðasetningu.

• Sundurliðun verkefnis í verkþætti og gerð tíma- og kostnaðaráætlana.

• Stjórnskipulag verkefnis og samskipti.

• Ræs og lúkning verkefna.

Fyrir hverja:

Námskeiðið er fyrir fólk úr öllum geirum atvinnulífsins þar sem vinna í verkefnum er stór hluti af daglegu starfi.

Ávinningur þinn:

• Þróar hæfni til að leiða verkefni og vinna í verkefnum til betri árangurs.

• Þróar hæfni til að vinna í hópi með raunveruleg verkefni.

• Gott upphaf að undirbúningi fyrir IPMD D vottun og meira nám í verkefnastjórnun.

 Umsagnir þáttakenda:

  • Mjög gott skipulag og góð kennsla.
  • Góð dæmi sem Sveinbjörn tók og skemmtileg hópavinna. Sveinbjörn er frábær kennari.
  • Hagnýtt og gagnlegt. Kveikir í mér að læra meira um þetta.
  • Gott að fara yfir ferlana og fá tilfinninguna hvernig hægt er að nota verkefnastjórnun.
  • Námsefni létt og skemmtilega fram sett og tengt við lifandi dæmi.
  • Gott yfirlit yfir verkefnastjórnun.
  • Flott námskeið, skemmtilegt, áhugavert, fullkomin lengd og fræðandi.

Leiðbeinandi: Sveinbjörn Jónsson, verkfræðingur og MPM

 

Athugið að starfsmenntasjóðirnir Sveitamennt og Ríkismennt greiða fyrir þátttöku almennra starfsmanna sveitarfélaga ásamt stofnana þeirra sem eru aðilar að Sveitamennt og ríkisstofnana og sjálfseignastofnana sem eru aðilar að Ríkismennt. Þetta gildir um starfsmenn í Einingu Iðju.

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning
Verkefnaáætlanir 17. sep Þriðjudagur 09.00-16.00 SÍMEY 63.400 kr. Skráning