Fimm daga sérhæft námskeið fyrir þau sem hafa lokið grunn- og mentornámi í Þjónandi leiðsögn og hafa að minnsta kosti 5 ára starfsreynslu í umönnun og stuðningi.
Markmið: Að dýpka þekkingu þátttakenda á Þjónandi leiðsögn, og veita þeim færni og verkfæri til að geta sjálf haldið utan um námskeið og kennt öðrum grunninn í hugmyndafræði Þjónandi leiðsagnar, auk þess að þjálfa mentora.
Hvar: SÍMEY, Þórsstíg 4, Akureyri
Hvenær: 13. – 17. apríl
Verð: 119.000 kr á mann. Hægt að sækja um námskeiðsstyrk hjá stéttarfélögum.
Innifalið: Fimm daga námskeið með fræðslu, þjálfun og umræðum um Þjónandi leiðsögn ætlað verðandi leiðbeinendum. Öll námskeiðsgögn. Hádegisverður og kaffihressing alla námskeiðsdaga.
Kennarar: Frá COR Academy í Kanada: Tim Jones, Gentle Teaching Ambassador og Michael Lavis, forstjóri COR.
Umsjón: Kristinn Már Torfason, Master Mentor, Velferðarsvið Akureyrarbæjar
Frekari upplýsingar: Athugið að námskeiðið fer fram á ensku.
Að námskeiði loknu hljóta þátttakendur skírteini sem staðfestir hæfni þeirra til kennslu á hugmyndafræði Þjónandi leiðsagnar.
Um einstakt tækifæri er að ræða frá aðilum sem standa fremst í flokki fagaðila sem þjálfa og kenna á heimsvísu. Þar sem nýjustu fræðslugögn fylgja ásamt aðgangi að lifandi kennsluefni sem kennt er með Prezi forritinu og uppfærslur á þeim í samvinnu og eigu COR. Engir aðrir en þeir sem hafa lokið þessu námi hafa aðgang að þeim gögnum.
Tim Jones og Michael Lavis hafa áratuga reynslu í vinnu með fólki ásamt kennslu og þjálfun. Báðir hafa einnig áratuga reynslu sem stjórnendur og hefur Michael hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir sín störf. Tim er einnig fyrrverandi forseti Gentle Teaching samtakanna.
Námskeiðið er unnið í samvinnu við Velferðarsvið Akureyrar sem hefur verið samstarfsaðili með COR í mörg ár.
Athugið að starfsmenntasjóðirnir Sveitamennt og Ríkismennt greiða námskeiðsgjald að fullu vegna þátttöku almennra starfsmanna sveitarfélaga og ríkisins. Þetta á einnig við stofnanir ríkis og sveitarfélaga sem eru aðilar að Sveitamennt og Ríkismennt.
Vinsamlega athugið að námsgjöld eru óafturkræf eftir að frestur til að segja sig frá námi rennur út. Berist umsókn til okkar innan tveggja sólarhringa áður en námskeið hefst verður námskeiðsgjaldið gjaldfært strax og námsgjöld þar af leiðandi óafturkræf.
Frestur til úrsagnar úr námskeiðinu er allt að 48 klukkustundum áður en námskeiðið hefst.
Hafi skrifleg úrsögn ekki borist fyrir þann tíma, verða námsgjöld innheimt að fullu (sjá greiðsluskilmála SÍMEY)
Ef þú vilt hætta við umsókn og koma í veg fyrir að námsgjöld verði innheimt, smelltu þá hér áður en fresturinn rennur út, fylltu út formið og sendu til okkar.
| Heiti námskeiðs | Dags | Dagar | Tími | Staðsetning | Verð | Skráning |
|---|---|---|---|---|---|---|
| Þjónandi leiðsögn | 13. apr. - 17. apr. | 13.-17. apríl | SÍMEY, Þórsstíg 4 | 119.000 kr. | Skráning |