Prjón og hekl

Flokkur: Nám fyrir fólk með fötlun

 

Á námskeiðinu færð þú tækifæri til að læra, eða æfa þig í, að prjóna og hekla. Farið er í þau grunnatriði sem hentar hverjum og einum, fyrir byrjendur og aðra sem lengra eru komnir. Uppfit, slétt prjón, garðaprjón, hekl, frágangur og annað sem til fellur. Þú velur þér verkefni í samráði við kennara sem þú vinnur að á námskeiðinu. Skapandi og skemmtileg samvera. 

 

Kennari: Karen Malmquist

Fjöldi skipta: 8 skipti, 1.5 klst í einu

Verð: 20.000 kr. og mögulegur efniskostnaður

 

Við bendum umsækjendum á að athuga möguleika á styrkveitingum hjá stéttarfélagi sínu eða hjá Akureyrarbæ, sjá upplýsingar hér.

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning