Slökun og náttúruupplifun

Flokkur: Fjölmennt - fullorðinsfræðsla fatlaðra

Námskeiðið snýst um að finna leiðir við að ná slökun út frá hljóðum og þema sem tengjast náttúrunni eftir árstíðum. Tímarnir einkennast af fegurð og flæði og nálgun við hvern og einn.

Náttúran og skynjun hennar er meginviðfangsefni þessa námskeiðs. Hljóð, snerting og lykt, sem tengjast náttúrunni eftir árstíðum, eru færð inn í kennslustofuna. Við hlustum og horfum á náttúrumyndbönd og vinnum með skynjun og snertingu við plöntur, ilm, vatn, regn, fuglahljóð, öldunið og vind.

Ef veður leyfir verður reynt að vera úti

 Kennari á námskeiðinu er Brynhildur Kristinsdóttir

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning