Skýjageymslur - vefnámskeið

Flokkur: námskeið

Þetta er námskeið fyrir þá sem eru að byrja nýta sér skýjageymslur. Við skoðum vinsælustu skýjageymslurnar og hvernig við getum byrjað að nýta okkur þær. Við skoðum hvað skýjageymsla er og helstu kosti þess að nýta sér skýjageymslur. Við lærum að setja upp forrit á tölvuna okkar sem getur samhæft gögnin á milli skýjageymslunnar og tölvunnar.  Við kynnum okkur líka hvaða öryggisþætti þarf að huga að þegar við notum skýjageymslu.

Að námskeiði loknu veist þú hvað skýjageymsla er, þú getur stofnað og sett upp skýjageymslu og kann að setja upp forrit til að samhæfa gögnin.  Að auki hefur þú skilning á helstu öryggismálum sem snúa að skýjageymslum.

Leiðbeinandi: Hermann Jónsson,  www.taekninam.is

 

Athugið að félagsmenn í stéttarfélögunum Eining Iðja, Kjölur og Sameyki sækja námskeiðið sér að kostnaðarlausu. 

Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð