Ólseigir krakkar - að efla þolgæði og sjálfstraust barna

Flokkur: námskeið

  • Í þessu hagnýta fjarnámskeiði fyrir foreldra fjöllum við um hvernig hægt er að efla sjálfstraust og þrautseigju barna sem hvorutveggja eru lykilþættir góðrar andlegrar líðunar, námsárangurs og lífsánægju til framtíðar.
  • Á námskeiðinu lærir þú meðal annars:
  • Hvað þrautseigja og sjálfstraust eru og hvernig þau þróast
  • Hvernig foreldrar geta hjálpað börnum að takast á við mistök og mótlæti
  • Aðferðir til að hvetja til seiglu, forvitni og sjálfstæðis í daglegu lífi
  • Hvers vegna hrós getur bæði hjálpað og skaðað – og hvernig á að nota það rétt
  • Hagnýtar leiðir til að rækta heilbrigðan sjálfsaga og innri hvatningu
  • Fyrir hverja?
    Fyrir alla foreldra barna á leik- og grunnskólaaldri sem vilja styrkja barnið sitt til framtíðar.
  • Hvernig fer námskeiðið fram?
    Um er að ræða lifandi fjarkennslu með umræðum og hagnýtum dæmum. Þátttakendur fá einnig glærur og glósur með gagnlegum verkfærum til að nota heima.

Leiðbeinandi: Ársæll Már Arnarsson

Vefnámskeið

Hvar og hvenær: 16. apríl klukkan 17:00-19:00

Verð: 19.900 kr

 

Athugið að aðilar í stéttarfélögunum Eining Iðja, Kjölur og Sameyki ásamt stéttarfélögum sem eru aðilar að Iðunni sækja námskeiðið sér að kostnaðarlausu. Námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðila í öðrum stéttarfélögum að kanna rétt sinn hjá sínu félagi.

Vinsamlega athugið að námsgjöld eru óafturkræf eftir að frestur til að segja sig frá námi rennur út. Berist umsókn til okkar innan tveggja sólarhringa áður en námskeið hefst verður námskeiðsgjaldið gjaldfært strax og námsgjöld þar af leiðandi óafturkræf.Frestur til úrsagnar úr námskeiðinu er allt að 48 klukkustundum áður en námskeiðið hefst. Hafi skrifleg úrsögn ekki borist fyrir þann tíma, verða námsgjöld innheimt að fullu (sjá greiðsluskilmála SÍMEY) Ef þú vilt hætta við umsókn og koma í veg fyrir að námsgjöld verði innheimt, smelltu þá hér áður en fresturinn rennur út, fylltu út formið og sendu til okkar.

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning
Ólseigir krakkar 16. apr. Fimmtudagur 17:00-19:00 Vefnámskeið 19.900 kr. Skráning