Miðausturlönd - matreiðslunámskeið

Flokkur: námskeið

Miðausturlönd – Matreiðslunámskeið -  3 klst staðnámskeið 

Leiðbeinandi:  Jón Daníel Jónsson, matreiðslumeistari.    

Á námskeiðinu er farið yfir helstu hráefni og krydd sem notuð eru í rétti frá Líbanon, Marokko, Sýrlandi, Ísrael, Grikklandi, Tyrklandi og Egyptalandi. Farið vel yfir krydd sem eru í þessum heimshluta mild og góð og setjum þau í samhengi við íslenskt hráefni. Farið yfir brauðgerð í þessum löndum og gert flatbrauð. Lagaðir nokkrir smáréttir, ídýfur, grænmetis og kornréttir eins og cous cous og falafel. 

Verð:  21.000 kr.  

 

*Félagsmenn í stéttarfélögunum Eining Iðja, Kjölur og Sameyki sækja námskeiðin sér að kostnaðarlausu. 

Kjölur og Sameyki greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir sína félagsmenn og starfsmenntasjóðirnir Landsmennt, Ríkismennt og Sveitamennt greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir félagsmenn í Einingu Iðju. 

Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.

 

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð