Matarboð og gervigreind: Snjallari eldamennska fyrir alla
Flokkur: námskeið
Á þessu námskeiði kynnumst við gervigreind sem okkar nýja uppáhalds hjálparkokk. Gervigreindin kemur ekki í stað handverksins eða bragðskynsins, heldur virkar hún sem ótæmandi uppspretta hugmynda.
Hvernig reiðir þú fram veislu þegar gestirnir hafa ólíkar þarfir? Á matseðlinum þarf mögulega að taka tillit til:
- Vegan fæðis
- Ketó og lágkolvetna áhersla
- Óþols (glúten, mjólkurvörur o.fl.)
- Næringargildis og hitaeiningafjölda
- Við sýnum þér hvernig þú leysir svona aðstæður á einfaldan og skipulagðan hátt með aðstoðtækninnar.
Það sem þú lærir:
- Grunnmáltíðir með tilbrigðum: Aðferðir til að búa til öfluga grunnumgjörð sem auðvelt er að aðlaga að ólíkum matarþörfum án þess að elda fimm mismunandi rétti.
- Skilningur á mataræði: Innsýn í helstu áherslur mismunandi fæðisvals.
- Snjallari matargerð: Lærðu að nota réttu skipanirnar til að fá gervigreindina til að hanna matseðla, innkaupalista og uppskriftir sem virka.
- Verkleg þjálfun: Við nýtum tæknina og eldhúsið samhliða til að raungera hugmyndirnar.
Fyrir hverja?
- Námskeiðið er fyrir allt áhugafólk um mat og heilsu, heimiliskokka sem vilja nýja innblástur og þátttakendur í heilsueflingu. Engin forþekking á gervigreind er nauðsynleg – við byrjum á byrjuninni.
Leiðbeinandi:Ásta Búadóttir, kennari og matreiðslumeistari
Verð: 23.900.-
Hvar: SÍMEY, Þórsstíg 4.
Hvenær: 5. mars kl 17:00-20:00
|
Heiti námskeiðs
|
Dags
|
Dagar
|
Tími
|
Staðsetning
|
Verð
|
Skráning
|
|
Matarboð og gervigreind: Snjallari eldamennska fyrir alla |
05. mar. |
fimmtudagur |
17:00-20:00 |
SÍMEY, Þórsstíg 4. |
23.900 kr. |
Skráning
|