Mannlegi millistjórnandinn

Flokkur: Lengra nám

Hagvangur og SÍMEY eru í samstarfi um námskeiðið en markmiðið er að styrkja nýja stjórnendur og millistjórnendur í störfum sínum. Lögð er áhersla á mannlega þáttinn í starfi stjórnandans, mikilvægi þess að þekkja sjálfan sig og fólkið sitt. Námið samanstendur af fjórum hálfsdags vinnustofum og einstaklingsviðtölum. Vinnustofurnar eru byggðar upp á fyrirlestrum og hagnýtum æfingum.

 

Námskeiðið fer fram í fjórum lotum. 


7. nóvember frá kl. 13-17 – Orkustjórnun

28. nóvember frá kl. 8-12 – Samskipti og lausn ágreinings

28. nóvember frá kl. 13-17 – Stjórnun mannauðs

12. desember frá kl. 13-17 – Leiðtoginn og breytingastjórnun

Verð: kr. 95.000

 

Félagsmenn í stéttarfélaginu Eining Iðja hjá ríki og sveitarfélögum athugið! 
Starfsmenntasjóðirnir Sveitamennt og Ríkismennt greiða námskeiðsgjald vegna þátttöku almennra starfsmanna sveitarfélaga og ríkisins. Þetta á einnig við stofnanir ríkis og sveitarfélaga sem eru aðilar að Sveitamennt og Ríkismennt. 

 


#1 – Orkustjórnun

Farið er yfir hvernig stjórnandinn getur nýtt orkustjórnun til að auka gæði vinnunnar, afköst og framlegð og um leið aukið starfsgleði og stuðlað að auknu heilbrigði sínu og sinna starfsmanna. Farið er yfir helstu þætti orkustjórnunar og hvernig er hægt að nýta þá til að auka daglega orku.

- Líkamlegi þátturinn; Grunnurinn að góðri orkustjórnun. Hreyfing, líkamsþjálfun, næring, svefn, hvíld.

- Hugræni þátturinn; Skipulag, einbeiting, viðbrögð við áreiti.

- Tilfinningalegi þátturinn; Stjórna eigin tilfinningum, yfirvegun í samskiptum.

- Tilgangurinn; Markmið, hugsjónir.

- Venjur og breytingar; Stutt kynning á því hvernig maður tekur út slæma ávana og innleiðir góðar orkuvenjur í staðinn.

Leiðbeinendur: Ráðgjafar Hagvangs.

#2 – Samskipti og lausn ágreinings

Farið er yfir ábyrgð einstaklinga þegar kemur að samskiptum og mikilvægi þess að vera meðvitaður um eigin samskiptatækni. Farið yfir mikilvægi sjálfstrausts þegar kemur að stjórnun og samskiptum almennt og unnið með sjálfstraust þátttakenda og sjálfsuppbyggingu.

- Hver er munurinn á óákveðnum, ákveðnum og ágengum stjórnanda og hver er líklegastur til að ná sem bestum árangri.

- Mikilvægi þess að vera samkvæmur sjálfum sér og láta ekki persónulegt líf bitna á starfsmönnum eða vinnustaðnum.

- Hvernig lítum við á mistök? Mikilvægi þess að viðurkenna mistök og draga lærdóm af þeim.

- Gagnsemi hróss og jákvæðrar uppbyggingar.

- Einelti og kynferðisleg áreitini á vinnustöðum og birtingarform.

Þátttakendur taka létta áhugasviðsgreiningu og niðurstöðurnar nýttar til að skoða og vekja athygli á margbreytileika hópsins, styrkleikum og veikleikum og hvernig við vinnum sem best saman.

Leiðbeinandi: Ráðgjafi Hagvangs.

#3 – Stjórnun mannauðs

Þriðja lotan fjallar um hlutverk millistjórnandans og dagleg viðfangsefni hans í tengslum við stjórnun fólks. Kynntar og æfðar eru hagnýtar leiðir sem stjórnendur geta nýtt til að virkja og hvetja starfsmenn sína auk þess að efla þá við að taka á erfiðum starfsmannamálum.

- Millistjórnendur, hlutverk þeirra og áhrif.

- Móttaka nýliða.

- Endurgjöf og hvatning starfsmanna.

- Árangursríkar leiðir til að að takast á við erfið starfsmannamál s.s. samskiptavanda, agamál og óánægju. Áhrif tilfinninga og viðbrögð.

Leiðbeinendur: Ráðgjafar Hagvangs.

#4 – Leiðtoginn og breytingastjórnun

Fjórða og síðasta lotan fjallar um leiðtogann og mismunandi leiðtogastíla. Áhersla er lögð á þjónandi forystu.

- Framsýni, mótun og miðlun framtíðarsýnar.

- Þjónustuhlutverk stjórnandans.

- Hvernig vinnum við starfsfólk á okkar band og löðum fram það besta í hverjum starfsmanni?

- Virk hlustun og aðgerðir sem stuðla að eflingu starfsfólks.

Eftirfylgni

Þátttakendum er boðið að sækja markþjálfun í framhaldi af námskeiðinu. Nánari upplýsingar hjá ingunn@simey.is og gyda@hagvangur.is

 

Vorönn 2020