Markviss stjórnendaþjálfun

Flokkur: námskeið

Stjórnendaþjálfun fyrir bæði millistjórnendur og stjórnendur sem vilja ná árangri með áherslu á „mannlegu“ þætti stjórnandans.

Lögð verður áhersla á mikilvægi þess að þekkja sjálfan sig og fólkið sitt sem stjórnandi. Námið samanstendur af tveimur heilsdags vinnustofum og einstaklingsviðtölum. Vinnustofunar eru byggðar upp á stuttum fyrirlestrum og fjölmörgum hagnýtum æfingum. 

  • 26. mars, frá kl. 8.30 -17.00 – Orkustjórnun,  og samskipti og lausn ágreinings
  • 16. apríl, frá kl. 8.30 - 17.00  - Stjórnun mannauðs, og leiðtoginn á tímum breytinga.

Orkustjórnun

Farið er yfir hvernig stjórnandinn getur nýtt orkustjórnun til að auka gæði vinnunnar, afköst og framlegð og um leið aukið starfsgleði og stuðlað að auknu heilbrigði sínu og sinna starfsmanna. Farið er yfir helstu þætti orkustjórnunar og hvernig er hægt að nýta þá til að auka daglega orku.

  • Líkamlegi þátturinn; Grunnurinn að góðri orkustjórnun. Hreyfing, líkamsþjálfun, næring, svefn, hvíld.
  • Hugræni þátturinn; Skipulag, einbeiting, viðbrögð við áreiti.
  • Tilfinningalegi þátturinn; Stjórna eigin tilfinningum, yfirvegun í samskiptum.
  • Tilgangurinn; Markmið, hugsjónir.
  • Venjur og breytingar; Stutt kynning á því hvernig maður tekur út slæma ávana og innleiðir góðar orkuvenjur í staðinn.

Samskipti og lausn ágreinings

Markmiðið er að efla einstaklingana í sinni samskiptafærni og láta þá ákveðin verkfæri til að byggja upp áhrifaríkt samstarf ásamt því að fara yfir árangursríkar leiðir til þess að takast á við óhjákvæmlegar áskoranir í tengslum við ágreining og/eða óánægju sem er óhjákvæmileg í samstarfi við aðra. 

  • Stjórnandinn sem einstaklingur, Hlutverk, tilgangur og sjálfstraust.
  • Áhrifarík samskiptatækni
  • Endurgjöf og hvatning
  • Erfið starfsmannamál og lausn ágreinings.

Stjórnun mannauðs

Fjallað um dagleg viðfangsefni stjórnandans í tengslum við stjórnun fólks. Kynntar og æfðar eru hagnýtar leiðir sem stjórnendur geta nýtt til að virkja og hvetja starfsmenn sína auk þess að efla þá við að taka á erfiðum starfsmannamálum. 

  • Stjórnandinn, hlutverk og áskoranir.
  • Ráðningarferli og mat á umsækjendum.
  • Móttaka og þjáfun starfsfólks.
  • Frammistöðumat 
  • Erfið samtöl (frammistöðu og uppsagnar) og áhrif tilfinninga.

Leiðtoginn og breytingastjórnun

Fjallað um leiðtogann og mismunandi leiðtogastíla. Áhersla er lögð á þjónandi forystu á tímum breytinga. 

  • Framsýni, mótun og miðlun framtíðarsýnar.
  • Þjónustuhlutverk stjórnandans.
  • Hvernig vinnum við starfsfólk á okkar band og löðum fram það besta í hverjum starfsmanni?
  • Virk hlustun og aðgerðir sem stuðla að eflingu starfsfólks.

 

Verð: 99.500 kr. 

Innifalið í verði eru námskeiðsgögn, fyrirlestrar, og hádegisverður báða dagana ásamt hressingu. 

 

Félagsmenn í stéttarfélaginu Eining Iðja hjá ríki og sveitarfélögum athugið! 

Starfsmenntasjóðirnir Sveitamennt og Ríkismennt greiða námskeiðsgjald vegna þátttöku almennra starfsmanna sveitarfélaga og ríkisins. Þetta á einnig við stofnanir ríkis og sveitarfélaga sem eru aðilar að Sveitamennt og Ríkismennt.