Námskeiðið er fullt eins og er, opnum fyrir skráningar ef eitthvað breytist. Hafið samband við umsjónarmenn námsins - Helena (helena@simey.is) og Jónína (jonina@simey.is).
Námskeiðið er byggt upp á fyrirlestrarformi og verklegri vinnu en auk þessa þurfa þátttakendur að halda verkdagbók á meðan á námskeiði stendur.
Nemandi sem hefur lokið smiðju í málmsuðu er fær um að sjóða samkvæmt verklýsingum og hefur þekkingu til að vinna sjálfstætt eftir suðuferilslýsingu.
Málmsmiðujurnar eru þrjár, ein á hverri önn og hafa þeir forgang í næstu smiðju sem eru í núverandi málsmiðju. Málmsmiðjurnar sem við bjóðum uppá eru TIG suða, pinnasuða og MIG/MAG
Fyrir hverja
Markhópur símenntunarmiðstöðva eru einstaklingar sem hafa litla formlega skólagöngu að baki, þ.e. hafa ekki lokið stúdentsprófi, iðnnámi eða sambærilegu námi. Einnig einstaklingar sem hafa lokið námi erlendis, sem ekki er viðurkennt á Íslandi. Þessir einstaklingar hafa forgang í námið.
Forkröfur náms: Ætlað fólki sem er 18 ára og eldra.
Lengd: 88 klst.
Tímasetning: Námskeiðið hefst í janúar 2026. Kennt er í húsnæði VMA.
Námsmat: Gerð er krafa um 80% lágmarksmætingu.
Kennarar: Kristján Þ. Kristinsson og Stefán Finnbogason.
Búnaður: Þátttakendur þurfa að hafa suðuhjálm og vinnugalla. Í fyrsta tímanum fara kennarar yfir öryggismál og öryggisbúnað, gefa góð ráð um hvaða suðuhjálmar henta best og þá er boðið uppá að kaupa suðuhjálma frá umboðsaðila á góðu verði.
Verð: 52.000 kr (með fyrirvara um breytingar á verðskrá fræðslusjóðs).
Vinsamlega athugið að námsgjöld eru óafturkræf eftir að frestur til að segja sig frá námi rennur út.
Frestur til úrsagnar úr lengri námsleiðum er 14 dagar frá skráningu. Sjá greiðsluskilmála.
Smellið hér til að skrá ykkur úr námi.
Fleiri upplýsingar um námið veita Helena (helena@simey.is) og Jónína (jonina@simey.is).
Ekki gleyma að kanna möguleikana á styrkjum hjá stéttarfélögum ykkar og fræðslusjóðum!
| Heiti námskeiðs | Dags | Dagar | Tími | Staðsetning | Verð |
|---|