Leiklist, framkoma og sjálfstraust

Flokkur: Nám fyrir fólk með fötlun

Markmiðið með námskeiðinu er að þátttakendur kynnist einföldum leiklistaræfingum sem stuðla að því að styrkja sjálfstraust og framkomu þátttakenda.

Á námskeiðinu verður farið í að æfa framkomu, lesa í líkamstjáningu annara og skilja eigin líkamstjáningu. Námskeiði byggir á leikjum og leikrænnir tjáningu. Það er aldrei að vita nema við fáum eitthvað að skoða leikhúsið líka!

Efnistök verða þó að miklu leiti valin í samstarfi við þátttakendur, og ýmislegt er hægt að gera.

Námskeiði er í 6 skipti.

 

Staðsetning: Menningarhúsið Hof

Leiðbeinandi: María Pálsdóttir, leikkona

Verð: 20.000 kr.

Kennt er einu sinni í viku í 90 mínútur í senn. Námskeiði stendur í 6 vikur

 

Við bendum umsækjendum á að athuga möguleika á styrkveitingum hjá stéttarfélagi sínu eða hjá Akureyrarbæ, sjá upplýsingar hér.

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning
Leiklist, framkoma o 16. mar. - 18. maí Miðvikudagar, líklegast 16:30-18 Menningarhúsið Hof 20.000 kr. Skráning