Á þessu grunnnámskeiði í notkun á Inkscape og laserskurðarvél verður farið yfir forritið Inkscape, öryggisatriði og notkun á laserskurðarvél.
Þátttakendur fá að takast á við mismunandi verkefni og öðlast reynslu í laserskurði.
Laserskurðar vélarnar sem Fab Lab Akureyri er með eru Epilog Helix Laser 60 og 40w vélar sem geta skorið í gegnum allt að 9mm þykk efni (timbur, plexigler o.fl). Einnig er hægt að merkja í sterkari efni (gler og stein).
Byrjað verður á því að hanna og skera út lyklakippur úr timbri og plexigleri.
Ef þátttakendur ná fljótt yfir hugtök og notkun á Inkscape þá verða framleidd lítil skilti eða plattar með merkingu.
Námskeiðið er alls 6 klst, kennt tvo daga í röð.
Leiðbeinandi: Jón Þór Sigurðsson, forstöðumaður Fab Lab Akureyri
Athugið að aðilar í stéttarfélögunum Eining Iðja, Kjölur og Sameyki ásamt stéttarfélögum sem eru aðilar að Iðunni sækja námskeiðið sér að kostnaðarlausu. Námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðila í öðrum stéttarfélögum að kanna rétt sinn hjá sínu félagi.
Heiti námskeiðs | Dags | Dagar | Tími | Staðsetning | Verð | Skráning |
---|---|---|---|---|---|---|
Fab Lab - Laserskurður | 19. okt - 20. okt | Laugardagur og Sunnudagur | 13:00 - 16:00 | Fablab VMA | 24.900 kr. | Skráning |