Konfektnámskeið með Halldóri Kristjáni Sigurðssyni
Halldór Kristján Sigurðsson, konditor og bakari, býður upp á sitt vinsæla konfektnámskeið 1. og 2. desember í Giljaskóla. Námskeiðin hafa verið haldin í 28 ár og njóta stöðugra vinsælda.
Hvað er innifalið?
Fyrir hvern?
Námskeiðið hentar öllum – hvort sem þú kemur ein/n, með vinum, vinnufélögum eða saumaklúbbnum. Hver þátttakandi lærir að búa til sitt eigið konfekt með fyllingu.
Hagnýtar upplýsingar
Súkkulaði verður einnig til sölu á staðnum fyrir þá sem vilja halda áfram að búa til konfekt heima.
Námskeiðið er aðilum Einingar - Iðju og Sameyki að kostnaðarlausu
Verð fyrir aðila Kjalar kr 1.900.
Almennt verð: 6.900
Námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðila í öðrum stéttarfélögum að kanna rétt sinn hjá sínu félagi.
Vinsamlega athugið að námsgjöld eru óafturkræf eftir að frestur til að segja sig frá námi rennur út. Berist umsókn til okkar innan tveggja sólarhringa áður en námskeið hefst verður námskeiðsgjaldið gjaldfært strax og námsgjöld þar af leiðandi óafturkræf. Frestur til úrsagnar úr námskeiðinu er allt að 48 klukkustundum áður en námskeiðið hefst. Hafi skrifleg úrsögn ekki borist fyrir þann tíma, verða námsgjöld innheimt að fullu (sjá greiðsluskilmála SÍMEY) Ef þú vilt hætta við umsókn og koma í veg fyrir að námsgjöld verði innheimt, smelltu þá hér áður en fresturinn rennur út, fylltu út formið og sendu til okkar.
| Heiti námskeiðs | Dags | Dagar | Tími | Staðsetning | Verð | Skráning |
|---|