Matreiðslunámskeið

Flokkur: Nám fyrir fólk með fötlun

 

Nokkur matreiðslunámskeið eru í boði! Sækið um í þann hóp sem ykkur líst á hérna að neðan. 

Leiðbeinandi á Akureyri: Kristín Linda Helgadóttir

Leiðbeinandi á Dalvík: Matthildur Matthíasdóttir

Hollur og góður heimilismatur

 

Eldaðir verða einfaldir og hollir kjötréttir, fiskréttir og pastaréttir. Einnig verður bakað brauð og kökur. Þátttakendur elda saman, borða saman og ganga frá eftir máltíð. Markmiðið er að njóta stundarinnar og eiga ánægjuleg samskipti.

 

Fjöldi skipta Akureyri : 8 skipti, 2 klst. í senn

Leiðbeinandi verð: 24.000 kr.

 

Fjöldi skipta Dalvík: 4 skipti, 2 klst. í senn

Leiðbeinandi verð: 15.000 kr.

 

 

Boðið í bröns

 

Það er gaman að bjóða í bröns og veitingarnar geta verið fjölbreyttar. Aðalatriðið er góður félagsskapur og að njóta.

Á námskeiðinu velja þátttakendur í samstarfi við kennara rétti til að bjóða upp á, til dæmis amerískar pönnukökur, hrærð egg eða smoothie. Þátttakendur elda saman og njóta ljúffengra rétta.

Fjöldi skipta: 4 skipti, 2 klst. í senn

Leiðbeinandi verð: 15.000 kr.

 

Pasta - píta - pizza

 

Á þessu námskeiði læra þátttakendur að gera einfalda og gómsæta rétti.
Við leggjum áherslu á pasta, pítu og pizzu - eitthvað sem er í uppáhaldi hjá mörgum!

Fjöldi skipta: 4 skipti, 2 klst. í senn

Leiðbeinandi verð: 15.000 kr.

 

Bollakökur

 

Á þessu námskeiði læra þátttakendur að baka nokkrar gerðir af bollakökum.

Þær geta verið alls konar, bollakökur geta verið sætar og fallega skreyttar en þær má líka gera í hollari kantinum. Þátttakendur velja nokkrar tegundir til þess að baka og gæða sér svo á saman.

Fjöldi skipta: 4 skipti, 2 klst. í senn

Leiðbeinandi verð: 15.000 kr.

 

Við bendum umsækjendum á að athuga möguleika á styrkveitingum hjá stéttarfélagi sínu eða hjá Akureyrarbæ, sjá upplýsingar hér.

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning