Á námskeiðinu verður farið yfir hugmyndir og hugleiðingar um hvernig halda megi græn jól.
Farið verður yfir möguleika á umhverfisvænni innpökkun gjafa og skreytinga, tekin dæmi og sýnd myndbönd.
Hugmyndir settar fram um frumlegar, ódýrar og umhverfisvænar gjafir. Auk þess sem tekin verða dæmi um gjafir og samverustundir sem slegið hafa í gegn.
Á námskeiðinu verða líka umræður þar sem þátttakendur geta deilt góðum hugmyndum eða minningum um gjafir hitt hafa í mark.
Leiðbeinandi: Eyrún Gígja Káradóttir, verkefnastjóri Orkuseturs Orkustofnunar
Athugið að aðilar í stéttarfélögunum Eining Iðja, Kjölur og Sameyki ásamt stéttarfélögum sem eru aðilar að Iðunni sækja námskeiðið sér að kostnaðarlausu. Námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðila í öðrum stéttarfélögum að kanna rétt sinn hjá sínu félagi.
Heiti námskeiðs | Dags | Dagar | Tími | Staðsetning | Verð | Skráning |
---|---|---|---|---|---|---|
Græn jól | 26. nóv | Þriðjudagur | 17:00-18.30 | Vefnámskeið á ZOOM | 12.900 kr. | Skráning |