Fræðsla í formi og lit

Flokkur: Lengra nám

Markmið námsins er meðal annars að veita einstaklingum tækifæri til að styrkja færni sína í myndlist, listasögu og skapandi starfi í þeim tilgangi að stuðla að jákvæðu viðhorfi til náms á sviði lista, auðvelda þeim að örva og nýta skapandi hæfileika sína og koma auga á ný tækifæri í framtíðinni.

Tímasetning:
Námið hefst 20. september kl. 17:00 og er kennt í SÍMEY á  þriðjudögum og fimmtudögum milli kl. 17:00 og 21:00. Síðasti kennslutími er 16. mars 2023. Í kjölfarið verður sýning haldin á verkum nemenda í Gallerí SÍMEY vorið 2023


Námsþættir:
Teikning
Lita- og formfræði
Módelteikning
Saga myndlistar í Evrópu – fyrri hluti
Saga myndlistar í Evrópu – seinni hluti
Saga myndlistar á Íslandi

Athugið að námið er ætlað einstaklingum 18 ára og eldri sem ekki hafa lokið námi á framhaldsskólastigi. 

Hvenær: 20. september. klukkan 17:00

Verð: 85.000 kr (með fyrirvara um breytingar á verðskrá fræðslusjóðs)
Hér má finna námskrána á pdf formi

p.s. Ekki gleyma að kanna möguleikana á styrkjum hjá stéttarfélögum ykkar og fræðslusjóðum!