Fjölæringar í blómabeðin

Flokkur: vefnámskeid

Fjölæringa í blómabeðin - Vefnámskeið ZOOM – 90 mín

Lýsing: Hver kannast ekki við ensk blómaengi og skrúðgarða með fjölæringum í öllum stærðum og gerðum og öllum regnbogans litum. Fjölæringar eru heillandi heimur sem Embla kynnir á námskeiði sínu, fjölærar blómplöntur, ræktunaraðferðir og skiptingu plantnanna. Hún fer yfir hvaða tegundir fara vel saman og mynda ómótstæðilega heild.

Leiðbeinandi : S. Embla Heiðmarsdóttir, Embla hefur víðtæka þekkingu á ræktun fjölærra plantna, notkun þeirra og samröðun í beð. Hún hefur á undangengnum árum veitt bæjarfélögum, fyrirtækjum og einstaklingum ráðgjöf um notkun fjölæringa. Embla á nám að baki í Umhverfisskipulagi við Landbúnaðarháskóla Íslands. Hefur sótt fræðslu erlendis og verið í verknámi í Englandi og Svíþjóð í umönnun og uppsetningu á fjölærum beðum.


Athugið að félagsmenn í stéttarfélögunum Eining Iðja, Kjölur og Sameyki sækja námskeiðið sér að kostnaðarlausu. 

Kjölur og Sameyki greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir sína félagsmenn og starfsmenntasjóðirnir Landsmennt, Ríkismennt og Sveitamennt greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir félagsmenn í Einingu Iðju. 

Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning