Enska - Help Start

Flokkur: Lengra nám

Tapp er grunnatriði í þeirri tækni sem HELP Start byggir á. Lestur og ritun stuttra orða er í forgrunni og mikil áhersla lögð á að nemendur tileinki sér notkun tapps. Mikil áhersla er lögð á að kynna fyrir nemendum mismuninn á sérhljóðum og samhljóðum. Unnið er með grunnorðaforða í ensku og undirstöður í málfræði og setningamyndun.

Þessi áfangi er grunnur að áframhaldandi námi í  HELP Start en að loknu 4 anna námi er gert ráð fyrir að þátttakendur séu vel í stakk búnir til að takast á við ensku á framhaldsskólastigi.
Til að námið nýtist þátttakendum sem best þá verður nemendum skipað í hópa í samræmi við enskugetu þeirra.

Athugið að námið er ætlað einstaklingum 18 ára og eldri sem ekki hafa lokið námi á framhaldsskólastigi. 

Tímasetning og fyrirkomulag náms: 
Námið fer fram í staðnámi seinnipart dags tvisvar í viku 2 klukkustundir í senn og tekur hvert námskeið 10 vikur.  Næstu námskeið hefjast eftir áramót. Nánari tímasetningar verða auglýstar síðar. Tímasetningar sem birtast kunnu á umsóknarvef eru ekki réttar.

Verð: 16.000

 

Athugið að verð á námskeiðinu er birt með fyrirvara um breytingar á verðskrá Fræðslusjóðs.

Ekki gleyma að kanna möguleikana á styrkjum hjá stéttarfélögum ykkar og fræðslusjóðum!

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning