Draumar – auður svefnsins

Flokkur: vefnámskeid

Draumar – auður svefnsins

Draumar hafa verið með mannkyninu frá upphafi vega og í flestum elstu ritum heimsins má finna sögur um drauma og túlkanir þeirra.  Lengi sáum við drauma sem skilaboð frá goðunum, helgum vættum eða formæðrum og -feðrum, en á síðustu öldum hafa hugmyndir okkar um drauma breyst að einhverju leyti. Þó má fullyrða að enginn viti hvað draumur er, hvers vegna okkur dreymir eða hvernig best er að vinna með þetta fyrirbæri til að nýta það í vökunni. 

Á þessu námskeiði fá þátttakendur örlitla innsýn í fjölbreytta flóru hugmynda um drauma, en aðaláherslan verður á að kynnast ólíkum aðferðum við að vinna með drauma. Að muna drauminn, að greina táknin sem birtast, að æfa ýmiss konar skráningu, að geta túlkað eigin drauma og að setja sig inn í drauma annarra á hlutlausan hátt.

3 x 2ja tíma námskeið

Fyrsti dagur
Stutt kynning á þátttakendum og námskeiðinu
Hvað er draumur? Hvernig munum við drauma? Hvernig getum við nýtt þá í daglegu lífi?
Hlé – 10 mín
Skráning og úrvinnsla drauma – einfaldar aðferðir við skráningu og „túlkun“ eigin drauma
Stutt hugleiðsla og skráning hennar
Verkefni fyrir næsta skipti

Annar dagur
Draumar liðinnar viku – farið „hringinn“ um það hvernig draumalífið hefur verið síðan síðast.
„Ef þetta væri minn draumur“ – einföld æfing í að vinna með drauma annarra
Hlé
Unnið með einn til tvo drauma í hópnum
Verkefni fyrir næsta skipti

Þriðji dagur
Draumar liðinnar viku – farið „hringinn“ um það hvernig draumalífið hefur verið síðan síðast
Að virkja draumvitundina – stutt kynning og svo innri ferð inn í draum
Hlé
Unnið úr „draumferðinni“ með skráningi í orð og mynd/mandölu og svo farið hringinn um upplifunina.
Samantekt námskeiðsins

Leiðbeinandi: Valgerður H. Bjarnadóttir er félagsráðgjafi, BA í heildrænum fræðum með áherslu á draumvitundina og draumavinnu og MA í femínískri trúarheimspeki og menningarsögu.  Hún hefur starfað að málefnum kvenna, fræðslu og ráðgjöf í áratugi og hefur að baki fjölþætta reynslu úr ýmsum málaflokkum. Hún hefur veitt sínum eigin draumum athygli frá barnsaldri og nýtir draumvitundina og draumavinnu markvisst í öllu sínu starfi, m.a. í námskeiðum og annarri fræðslu.  Valgerður rekur ásamt Elísabetu Lorange verkefnið Draumsögu, sem býður upp á námskeið um drauma og draumaferðir.

Lengd: Alls 6 tímar, 3 skipti þriðjudagana 9., 16. og 23. nóvember frá kl. 17.00-19.00 á ZOOM 

Myndina tók Hrefna Harðardóttir 

 

Athugið að félagsmenn í stéttarfélögunum Eining Iðja, Kjölur og Sameyki sækja námskeiðið sér að kostnaðarlausu. 

Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð