Árangursrík samskipti

Flokkur: námskeið

Námskeiðið miðar að því að styrkja samskipti á vinnustað. Farið er yfir áhrifaríka samskiptaþætti, áhrif tilfinninga og viðbrögð til þess að efla samstarf og afköst. Unnið er með sjálfstraust, áhrifaríka samskiptatækni, endurgjöf og lausn ágreinings. Lögð verður áhersla á hvernig takast eigi við erfið starfsmannamál og farið yfir árangursríkar leiðir til að takast á við áskoranir sem upp koma s.s. samskiptavanda og óánægju, sem er óhjákvæmlegt í samstarfi við aðra.

Markmiðið er fyrst og fremst að efla einstaklinga í sinni samskiptafærni og láta þá hafa ákveðin verkfæri til að byggja upp áhrifaríkt samstarf.

Námskeiðið er kennt í tveimur lotum 6. nóv og og 27. nóv frá kl. 12:30-16:00.

Leiðbeinandi: Gyða Kristjánsdóttir sérfræðingur hjá Hagvangi 

Gyða er sérfræðingur í mannauðsmálum hjá Hagvangi. Hún er með MS gráðu í stjórnun og stefnumótum frá Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands en í náminu lagði hún sérstaka áherslu á mannauðs- og markaðsmál. Gyða hefur annast kennslu í samningatækni og sáttamiðlun við Háskóla Íslands sem og við Háskólann á Bifröst.

*Athugið að sjóðir stéttarfélaga greiða fyrir starfsmenn, sem eru félagsmenn í aðildarfélögum Starfsmenntar og þeim félögum sem hafa gert samstarfssamning við Starfsmennt í gegnum mannauðssjóði. Þetta á t.a.m. við um félagsmenn SFR, Kjöl og starfsmenn ríkis og sveitarfélaga í Einingu Iðju. Nánari upplýsingar um aðildarfélög Starfsmenntar má finna hér. Aðilar í Starfsmennt skrá sig hér www.smennt.is

 

 

 

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð