Áhugahvetjandi samtal

Flokkur: námskeið

Áhugahvetjandi samtal (e. Motivational Interviewing) er notað bæði með fullorðnum og unglingum sem gætu verið í þörf fyrir breytingar á lífsstíl eða hegðun. Sumir hafa hugsanlega ekki komið auga á þörf fyrir breytingar eða eru alfarið á móti þeim, á meðan aðrir hafa íhugað breytingar en eru á báðum áttum. Aðferðin sem hér er um að ræða miðar að því að virkja vilja skjólstæðings til jákvæðra breytinga á lífsstíl og hegðun. Starfsmenn efla færni sína í að mæta skjólstæðingi þar sem hann er staddur, laða fram og ýta undir hugsanir og tillögur hans sjálfs um jákvæðar breytingar. Aðferðin byggist á skilningi starfsmannsins á ferli samtalsins og vilja til samvinnu.  

 Fagfólk sem tileinkar sér þessa aðferð eflir færni sína í að aðstoða fólk í að breyta hegðun. Mikilvægt einkenni áhugahvetjandi samtals er einnig að forðast ákveðnar leiðir í samtalinu, eins og siðapredikanir, sem eru til þess fallnar að ýta undir mótþróa og draga úr vilja til breytinga. Borin er virðing fyrir sjálfstæði skjólstæðingsins, rétti hans og getu til að taka eigin ákvarðanir innan viðeigandi marka hverju sinni. 

Reynsla þeirra sem hafa lært og notað áhugahvetjandi samtal er að vinnan verður skemmtilegri og árangursríkari, sem getur dregið úr líkum á kulnun í starfi. Rannsóknir hafa leitt í ljós að umrædd nálgun ber árangur bæði í bráðaþjónustu og meðferðarvinnu. 

Á námskeiðinu er farið yfir fræðilegan bakgrunn, grunnhugmyndir og áhersla er lögð á æfingar. Fjallað er um kóðun á samtalsbútum og greiningarkerfið MITI kynnt, en það kerfi tryggir gæði í framkvæmdinni og að aðferðin sé notuð rétt.

Þátttakendur skila inn einum 20 mín. löngum samtalsbút (í starfrænu formi) til greiningar í kjölfar námskeiðsins og fær símaendurgjöf, ásamt matsblaði.  

Lengd: 16 klst. (14 klst. í kennslu + 2 klst í viðtal og endurgjöf) 
Leiðbeinandi: Héðinn Svarfdal Björnsson, Verkefnastjóri Lýðheilsumála hjá Akureyrarbæ.

Minnum umsækjendur á að kanna möguleika á fræðslustyrk í sínu stéttarfélagi.  
Vinsamlega athugið að námsgjöld eru óafturkræf eftir að frestur til að segja sig frá námi rennur út. Berist umsókn til okkar innan tveggja sólarhringa áður en námskeið hefst verður námskeiðsgjaldið gjaldfært strax og námsgjöld þar af leiðandi óafturkræf.Frestur til úrsagnar úr námskeiðinu er allt að 48 klukkustundum áður en námskeiðið hefst.  Hafi skrifleg úrsögn ekki borist fyrir þann tíma, verða námsgjöld innheimt að fullu (sjá greiðsluskilmála SÍMEY) Ef þú vilt hætta við umsókn og koma í veg fyrir að námsgjöld verði innheimt, smelltu þá hér áður en fresturinn rennur út, fylltu út formið og sendu til okkar.
Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning
Áhugahvetjandi samtal 04. nóv - 05. nóv Mánudagur og þriðjudagur 9:00-16:00 SÍMEY Þórsstíg 4 69.000 kr. Skráning