Á námskeiðinu eru skoðaðar leiðir til að nýta sér uppskeruna og aðferðir til að geyma grænmeti.
Farið yfir ótal aðferðir til að geyma og gera sér mat úr grænmetisuppskerunni.
Skoðað hvaða grænmetistegundir eru kuldþolnari en aðrar og geta verið lengur í beði á haustinn.
Farið yfir geymslu í útigeymslu, bílskúrnum og kæli.
Kennt að sjóða niður grænmeti og farið yfir gerjað grænmeti.
Nokkrar uppskriftir af súrkáli fylgja með og í lok námskeiðsins er farið yfir gerð kryddolía.
Leiðbeinandi: Auður I. Ottesen garðyrkjufræðingur
Athugið að aðilar í stéttarfélögunum Eining Iðja, Kjölur og Sameyki ásamt stéttarfélögum sem eru aðilar að Iðunni sækja námskeiðið sér að kostnaðarlausu. Námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðila í öðrum stéttarfélögum að kanna rétt sinn hjá sínu félagi.
Heiti námskeiðs | Dags | Dagar | Tími | Staðsetning | Verð | Skráning |
---|---|---|---|---|---|---|
Vetrarforði - grænmetisuppskeran- vefnámskeið | 18. sep | Miðvikudagur | 17:00-18:30 | Vefnámskeið á ZOOM | 13.900 kr. | Skráning |