Verkefnastjórnun – verkefnisáætlun

Flokkur: námskeið

Á námskeiðinu er m.a. fjallað um:

• Verkefnisgreiningar m.a. hagsmunaaðila- og áhættugreiningar.

• Árangursmælikvarða og markmiðasetningu.

• Sundurliðun verkefnis í verkþætti og gerð tíma- og kostnaðaráætlana.

• Stjórnskipulag verkefnis og samskipti.

• Ræs og lúkning verkefna.

Fyrir hverja:

Námskeiðið er fyrir fólk úr öllum geirum atvinnulífsins, þar sem vinna í verkefnum er stór hluti af daglegu starfi.

Ávinningur þinn:

• Þróar hæfni til að leiða verkefni og vinna í verkefnum til betri árangurs.

• Þróar hæfni til að vinna í hópi með raunveruleg verkefni.

• Gott upphaf að undirbúningi fyrir IPMD D vottun og meira nám í verkefnastjórnun.

 Umsagnir þáttakenda:

  • Mjög gott skipulag og góð kennsla.
  • Góð dæmi sem Sveinbjörn tók og skemmtileg hópavinna. Sveinbjörn er frábær kennari.
  • Hagnýtt og gagnlegt. Kveikir í mér að læra meira um þetta.
  • Gott að fara yfir ferlana og fá tilfinninguna hvernig hægt er að nota verkefnastjórnun.
  • Námsefni létt og skemmtilega fram sett og tengt við lifandi dæmi.
  • Gott yfirlit yfir verkefnastjórnun.
  • Flott námskeið, skemmtilegt, áhugavert, fullkomin lengd og fræðandi.

Leiðbeinandi: Sveinbjörn Jónsson, verkfræðingur og MPM

Félagsmenn í stéttarfélaginu Eining Iðja hjá ríki og sveitarfélögum athugið! 
Starfsmenntasjóðirnir Sveitamennt og Ríkismennt greiða námskeiðsgjald vegna þátttöku almennra starfsmanna sveitarfélaga og ríkisins. Þetta á einnig við stofnanir ríkis og sveitarfélaga sem eru aðilar að Sveitamennt og Ríkismennt. 

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning