Vatnsþjálfun / skynörvun

Flokkur: Fjölmennt - fullorðinsfræðsla fatlaðra

Námskeiðið er fyrir einstaklinga með mikið skerta hreyfigetu.  Reynt er að skapa notalega stemmningu með tónlist, mildri birtu og rólegu umhverfi, þar sem reynt er að forðast öll utanaðkomandi áreiti og leiðbeinendur nota lágstemmda og milda rödd til að leiðbeina og hvetja þátttakendur.  Þátttakandi fær einstaklingmiðaða hreyfiþjálfun sem byggir á trausti milli þátttakanda og leiðbeinanda.  Ayk hreyfi þjálfunar er lögð mikil áhersla á slökun og vellíðan.  Þátttakendur fá nudd og kennslu í öndnurtækni til að dýpka slökun.  Þátttakendur læra að fljóta í vatninu án aðstoðar eða stuðning leiðbeinanda með það að markmiði að fá að upplifa frelsið við að hafa stjórn á eigin líkama.

Leiðbeinendur: Jóhanna Jessen og Kristín Jóna Guðmundsdóttir

Verð: kr. 15.000

Kennt er einusinni i viku hálfa klukkustund í senn. 

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning