Námskeiðið er fyrir einstaklinga með mikið skerta hreyfigetu. Við sköpum notalega stemmningu í heita pottinum með tónlist, mildri birtu og rólegu umhverfi, þar sem reynt er að forðast öll utanaðkomandi áreiti. Þátttakandi fær einstaklingmiðaða hreyfiþjálfun sem byggir á trausti milli þátttakanda og leiðbeinanda. Auk hreyfiþjálfunar er lögð mikil áhersla á slökun og vellíðan. Þátttakendur fá nudd og kennslu í öndunartækni til að dýpka slökun. Þátttakendur læra að fljóta í vatninu án aðstoðar eða stuðnings leiðbeinanda með það að markmiði að fá að upplifa frelsið við að hafa stjórn á eigin líkama.
Leiðbeinandi: Sigrún Olsen
Fjöldi skipta: 8 eða 10 skipti, 30-45 mínútur í pottinum
Leiðbeinandi verð: 24.000 kr.
Við bendum umsækjendum á að athuga möguleika á styrkveitingum hjá stéttarfélagi sínu eða hjá Akureyrarbæ, sjá upplýsingar hér.
| Heiti námskeiðs | Dags | Dagar | Tími | Staðsetning | Verð | Skráning |
|---|