Leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabrú

Flokkur: Lengra nám

Forkröfur í námið eru að nemendur hafi náð 22ja ára aldri, hafi 3ja ára starfsreynslu  við uppeldi og umönnun barna í leik- og grunnskólum og hafi lokið 230 kennslustunda starfstengdum námskeiðum.

Námið er samtals 66 einingar, sem eru kenndar á fjórum önnum. Nemendur útskrifast sem leikskólaliðar og/eða stuðningsfulltrúar að námi loknu.

Innihald námsins er félags-, sál- og uppeldisgreinar sem og sérgreinar á sviði kennslufræði.

Á haustönn 2019 verða kenndir áfangarnir Íslenskar barnabókmenntir, Fatlanir og Leikur sem náms og þroskaleið. Kennt er eitt fag í einu.

Námið er kennt á miðvikudögum frá kl. 17:00 - 21:00 auk einstaka laugardaga.

Á vorönn verða kennd eftirtalin námskeið:

Þroski og hreyfing 2A05 hófst 8. janúar.

Skapandi starf 1A05 hefst 19 febrúar

Skyndihjálp kennt dagana 27. og 28 mars

Samskipti og samstarf hefst 15. apríl

 

Fög (með því að smella á hvert fag má lesa sér til um námsmarkmið

Fatlanir 2A05
Hegðun og atferlismótun 2A05
Leikur sem náms- og þroskaleið 2A05
Íslenskar barnabókmenntir 2C05
Skapandi starf 1A05
Samskipti og samstarf 1A05
Þroskasálfræði 3A05
Gagnrýnin hugsun og siðfræði 2A05
Upplýsingatækni 1A05
Skyndihjálp 2A01
Uppeldisfræði 2A05 og 3A05
Þroski og hreyfing 2A05
Kennslustofan og nemandinn 2A05

 

Verð: 151.000 kr eða 37.750 pr önn. (með fyrirvara um breytingu á verðskrá fræðslusjóðs)

Ekki gleyma að kanna möguleikana á styrkjum hjá stéttarfélögum ykkar og fræðslusjóðum !

Vorönn 2020