Menntastoðir eru undirbúningsnám fyrir frumgreinadeildir Keilis, Bifrastar og Háskólans í Reykjavík. Einnig má meta nám í menntastoðum til eininga í bóklegum greinum iðnnáms.
Fyrirkomulag náms:
Námið er byggt þannig upp að tveir áfangar eru kenndir í einu í fjórar til fimm vikur í senn. Hver áfangi hefst með 4 klst staðlotu á laugardegi og í kjölfarið fer námið fram á netinu í vendikennslu. Athugið að mikilvægt er að mæta í staðlotu svo að námið gangi vel fyrir sig. Allir fyrirlestrar eru teknir upp fyrirfram og aðgengilegir námsmönnum í gegnum netið. Námsmenn hafa aðgengi að kennara í vinnustofum á mánudögum og fimmtudögum milli kl. 17:00 - 20:00 í gegnum netið eða í SÍMEY. Þar geta nemendur fengið aðstoð og leiðsögn við gerð verkefna frá kennara. Þar fyrir utan er nemendum frjálst að nýta sér aðstöðuna í SÍMEY og hafa þar aðgengi að ráðgjöfum og verkefnastjórum.
Námsmat:
Námsárangur er metinn með símati í formi verkefna og könnunarprófa. Ekki eru haldin eiginleg lokapróf í áföngunum.
Eftirtaldar námsgreinar eru kenndar á haustönn 2023:
Sjá nánar námskeiðslýsingar og hæfniviðmið í námsskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins.
Námið hefst þann 19. ágúst.
Verð: 181.000* (með fyrirvara um breytingu á verðskrá fræðslusjóðs).
Verð pr. áfanga.
1-4 áfangar - 22.000 kr. pr. áfanga
5-6 áfangar - 90.500 kr.
Athugið að sótt er um allt námið. Verði verður breytt við innritun til samræmis við óskir umsækjenda.
Vinsamlega athugið að námsgjöld eru óafturkræf eftir að frestur til að segja sig frá námi rennur út.
Frestur til úrsagnar úr lengri námsleiðum er 14 dagar frá dagsetningu umsóknar.
Hafi skrifleg úrsögn ekki borist innan 14 daga eftir að umsókn var send inn, verða námsgjöld innheimt að fullu (sjá greiðsluskilmála SÍMEY)
Ef þú vilt hætta við umsókn og koma í veg fyrir að námsgjöld verði innheimt, smelltu þá hér áður en 14 daga fresturinn rennur út, fylltu út formið og sendu til okkar.
Ekki gleyma að kanna möguleikana á styrkjum hjá stéttarfélögum ykkar og fræðslusjóðum!
*Athugið að hægt er að taka staka áfanga í náminu. Hafið samband við Helga (helgis@simey.is) eða Helenu (helena@simey.is) fyrir nánari upplýsingar.