MENNTASTOÐIR

Flokkur: Lengra nám

Markhópur símenntunarmiðstöðva eru einstaklingar sem hafa litla formlega skólagöngu að baki, þ.e. hafa ekki lokið stúdentsprófi, iðnnámi eða sambærilegu námi. Einnig einstaklingar sem hafa lokið námi erlendis, sem ekki er viðurkennt á Íslandi. Þessir einstaklingar hafa forgang í námið en öllum er velkomið að sækja um.

 

Nám í Menntastoðum samanstendur af almennum bóklegum greinum á 2. þrepi. Námið er ætlað þeim sem stefna á nám við undirbúningsdeildir háskóla, þeim sem vilja ljúka framhaldsskóla eða þeim sem vilja efla hæfni sína í bóklegum greinum. Einnig má meta nám í menntastoðum til eininga í bóklegum greinum iðnnáms. Hægt er að taka staka áfanga í Menntastoðum.

Markmið námsins er að styrkja jákvætt viðhorf til náms og auðvelda námsfólki að takast á við ný verkefni og mögulega áframhaldandi nám. Val námsþátta er einkum ætlað að styðja námsfólk í að efla eigin námstækni og samskipti, almennar bóklegar greinar, tölvu- og upplýsingatækni og lokaverkefni þar sem þjálfuð er sjálfstæð verkefnavinna með samþættingu námsþátta.

Fullt nám í Menntastoðum er tvær annir og 60 framhaldsskólaeiningar. 

 

Fyrirkomulag náms: Námið er byggt þannig að hver áfangi er kenndur í fimm vikur í senn á netinu í vendikennslu. Mikilvægt er að mæta (á netinu) í fyrsta tíma hvers áfanga til að fá allar upplýsingar frá kennara.

Námsmenn hafa aðgengi að kennara einu sinni í viku í hverjum áfanga í gegnum fjarfundarbúnað. Þar geta nemendur fengið aðstoð og leiðsögn frá kennara. Þar fyrir utan er nemendum frjálst að nýta sér aðstöðuna í SÍMEY og hafa þar aðgengi að námsráðgjafa og verkefnastjóra.

Námsmat: Námsárangur er metinn með símati, þ.e. nemandi skilar inn verkefnum sem metin eru til einkunna og er einkunn gefin í tölustöfum.

Fög kennd á vorönn 2026 (birt með fyrirvara um breytingar):

  • Íslenska 2 (F-ÍSLE2RE05) hefst 20. janúar.
  • Stærðfræði 2, rúmfræði og flatarmálsfræði (F-STÆR2ER05) hefst 19. janúar.
  • Stærðfræði 3, Algebra, föll og mengi (F-STÆR2ME05) hefst 23. febrúar.
  • Enska 2 (F-ERTU2OF05) hefst 24. febrúar.
  • Danska (F-ERTU2OH05) hefst 7. apríl.
  • Lokaverkefni (F-LOKA2SV05) hefst 8. apríl.

Fög kennd á haustönn 2026 (birt með fyrirvara um breytingar):

  • Upplýsingatækni (F-TÖUP2RT05)
  • Hagnýt stærðfræði (F-STÆF2HS05)
  • Íslenska (F-ÍSLE2RU05)
  • Enska (F-ERTU2OL05)
  • Val (F-NÁVA2VN)

Sjá nánar námskeiðslýsingar og hæfniviðmið í námsskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins.

 

Verð fyrir fullt nám: 226.500* (með fyrirvara um breytingu á verðskrá fræðslusjóðs).

Verð pr. áfanga.

1-4 áfangar - 26.000 kr. pr. áfanga

5-6 áfangar - 115.000 kr.

Verðinu verður breytt við innritun til samræmis við val umsækjenda.

 

Vinsamlega athugið að námsgjöld eru óafturkræf eftir að frestur til að segja sig frá námi rennur út.

Frestur til úrsagnar úr lengri námsleiðum er 14 dagar frá skráningu. Sjá greiðsluskilmála.

Smellið hér til að skrá ykkur úr námi.

 

Ekki gleyma að kanna möguleikana á styrkjum hjá stéttarfélögum ykkar og fræðslusjóðum!

 

Fyrir frekari upplýsingar um nám í Menntastoðum hafið samband við verkefnastjóra námsins, Helenu (helena@simey.is) eða Jónínu (jonina@simey.is).

Vorönn 2026