Laserskurður í FabLab

Flokkur: námskeið

Á þessu grunnnámskeiði í notkun á Inkscape og laserskurðarvél verður farið yfir forritið Inkscape, öryggisatriði og notkun á laserskurðarvél.

Þátttakendur fá að takast á við mismunandi verkefni og öðlast reynslu í laserskurði.

Laserskurðar vélarnar sem Fab Lab Akureyri er með eru Epilog Helix Laser 60 og 40w vélar sem geta skorið í gegnum allt að 9mm þykk efni (timbur, plexigler o.fl). Einnig er hægt að merkja í sterkari efni (gler og stein).

Byrjað verður á því að hanna og skera út lyklakippur úr timbri og plexigleri.

Ef þátttakendur ná fljótt yfir hugtök og notkun á Inkscape þá verða framleidd lítil skilti eða plattar með merkingu.

Námskeiðið er alls 6 klst, kennt tvo daga í röð. 

Leiðbeinandi: Jón Þór Sigurðsson, forstöðumaður Fab Lab Akureyri

Athugið að aðilar í stéttarfélögunum Eining Iðja, Kjölur og Sameyki ásamt stéttarfélögum sem eru aðilar að Iðunni sækja námskeiðið sér að kostnaðarlausu.  Námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðila í öðrum stéttarfélögum að kanna rétt sinn hjá sínu félagi. 

Vinsamlega athugið að námsgjöld eru óafturkræf eftir að frestur til að segja sig frá námi rennur út. Berist umsókn til okkar innan tveggja sólarhringa áður en námskeið hefst verður námskeiðsgjaldið gjaldfært strax og námsgjöld þar af leiðandi óafturkræf.Frestur til úrsagnar úr námskeiðinu er allt að 48 klukkustundum áður en námskeiðið hefst.  Hafi skrifleg úrsögn ekki borist fyrir þann tíma, verða námsgjöld innheimt að fullu (sjá greiðsluskilmála SÍMEY) Ef þú vilt hætta við umsókn og koma í veg fyrir að námsgjöld verði innheimt, smelltu þá hér áður en fresturinn rennur út, fylltu út formið og sendu til okkar.
Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning
Fab Lab - Laserskurður 28. sep - 29. sep Laugardagur og Sunnudagur 10:00 - 13:00 Fablab VMA 24.900 kr. Skráning