Jóga

Flokkur: Fjölmennt - fullorðinsfræðsla fatlaðra

Á þessu námskeiði verða kennd grunnatriði í jóga ásamt hugleiðslu og slökun.
Kenndar verða jógastöður og æfingar sem styrkja jafnvægi, einbeitingu og samhæfingu. Einnig verður farið í einfaldar öndunar-æfingar, hugleiðslu og slökun.
Þegar jóga er stundað reglulega getum við öðlast orku, styrk, gleði og kyrrð sem gerir okkur betri til að kljást við daglegt líf. Í jóga leitumst við, við að efla tengsl við okkur sjálf og verða besta útgáfan af okkur.

Námskeiðið er kennt í 10 skipti.

Kennari á námskeiðinu er Gerður Ósk Hjaltadóttir

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning