Félagsliðabrú

Flokkur: Lengra nám

Innihald námsins er félags-, sál- og uppeldisgreinar sem og sérgreinar á sviði fötlunar og öldrunarþjónustu. Sérhæfingin er 10 einingar á hvoru sviði og geta nemendur tekið bæði sviðin ef þeir kjósa.

Forkröfur í námið eru að nemendur hafi náð 22ja ára aldri, hafi 3ja ára starfsreynslu í umönnun og hafi lokið 230 kennslustunda starfstengdum námskeiðum.

Námið er samtals 76 einingar, sem eru kenndar á fjórum önnum. Nemendur útskrifast sem félagsliðar að námi loknu.

Fög kennd á vorönn 2020 eru eftirfarandi

Föltun og samfélag 2B05 hófst 6. janúar.

Öldrun 3A05 hófst 8. janúar

Næringarfræði 2A05 hefst 17. febrúar

Skyndihjálp 27. og 28. mars

Samskipti og samstarfi 1A05 hefst 15. apríl

 

Fög

Aðstoð og umönnun 2A05
Næringarfræði NÆR2A05
Félagsfræði 1A05
Félagsleg virkni 2A05
Fjölskyldan og félagsleg þjónusta 2A05
Lyf og líkamleg umönnun 2A05
Þroskasálfræði 3A05
Geðsálfræði 3B05
Skyndihjálp 2A01
Gagnrýnin hugsun og siðfræði 2A05
Upplýsingatækni 1A05
Samskipti og samstarf SAS1A05

Valgreinar
Öldrun 2A05 og Öldrun og samfélag 2B05
EÐA
Fötlun 2A05 og Fötlun og samfélag 2B05

Verð: Verð: 154.000 kr eða 38.500 pr önn. (með fyrirvara um breytingu á verðskrá fræðslusjóðs)

 Ekki gleyma að kanna möguleikana á styrkjum hjá stéttarfélögum ykkar og fræðslusjóðum !

Vorönn 2020