Hvað er Eden Alternative hugmyndafræðin?

Flokkur: Stök námskeið

Námskeið ætlað stjórnendum í umönnun og þjónustu einstaklinga á öllum aldri sem þarfnast umönnunar og stuðnings við athafnir daglegs lífs s.s á hjúkrunarheimili, heimaþjónustu, heimahjúkrun, búsetukjarna og dagþjálfun.

Markmið námskeiðins er að:

  • Gefa innsýn í Eden hugmyndafræðina, áhrif á umhverfi, starfsemi, stjórnun, einstaklinginn, aðstandendur og starfsmenn.
  • Gefa innsýn í mikilvægi þess að vinna gegn  vanmætti, leiða og einmanaleika.  

 
Fjallað verður um eftirfarandi þætti Eden Alternative:

  • Sögulegt upphaf frá 1990, alþjóðlega þróun  og þróunin á Íslandi
  •  Markmið sýn, gildi og menning
  •  Persónumiðuð umönnun og stuðningur
  •  Áhrif á umhverfi, stjórnun, starfsemi, einstakling, aðstandendur og starfsmenn
  •  ”Eden verkfæri” notkunn þeirra og tilgangur
  •  Breytingar og áhrif þeirra í starfsemi, daglegum störfum og á einstaklinginn

 

Leiðbeinandi: Rannveig Guðnadóttir sérfræðingur í Eden Alternative hugmyndafræðinni og Ingunn Eir Eyjólfsdóttir félagsráðgjafi. 

 

Félagsmenn í stéttarfélaginu Eining Iðja hjá ríki og sveitarfélögum athugið! 
Starfsmenntasjóðirnir Sveitamennt og Ríkismennt greiða námskeiðsgjald vegna þátttöku almennra starfsmanna sveitarfélaga og ríkisins. Þetta á einnig við stofnanir ríkis og sveitarfélaga sem eru aðilar að Sveitamennt og Ríkismennt. 

 

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning
Eden stjórnendur 09. okt Miðvikudagur 12.30-16.00 SÍMEY 27.000 kr. Skráning