WorkPoint

Flokkur: Fyrirtækjaskólar

HSN hefur tekið í notkun rafræna skjalakerfið WorkPoint. Samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn nr. 77/2014 ber HSN að varðveita skjöl í skjalasafni og skila til Þjóðskjalasafns. Hingað til hafa gögn verið prentuð út og skilað til Þjóðskjalasafns en HSN skilar nú gögnum rafrænt í gegnum WorkPoint. Rafrænt skjalavörslutímabil hófst í september 2021 og verða því gögn frá þeim tíma og framvegis að vera vistuð í WorkPoint.  

WorkPoint skjalakerfið býður m.a. upp á: 

  • Örugga og miðlæga varðveislu samninga HSN.  

  • Örugga og miðlæga varðveislu málasafns HSN. 

  • Örugga og miðlæga varðveislu fundargerða HSN.  

  • Skjalavörslu HSN; til að uppfylla lög og reglur. 

  • Varðveislu skjala sem tengjast lögbundnum verkefnum HSN.  

  • Skilvirka stjórnun HSN í tengslum við viðskiptalegar kröfur og innri þarfir.  

  • Utanumhald á skjölum og samskiptum. 

  • Góðar aðgangsstýringar, til að tryggja að eingöngu réttir aðilar hafi aðgang að hverju einstöku máli. 

Á námskeiðinu verður farið yfir grunnatriðin í notkun WorkPoint, s.s. hvar finnum við málakerfið, bæði vefútgáfu og WorkPoint Express, hvernig stofnað er mál og hvernig skjöl og tölvupóstar eru vistuð í máli.  Jafnframt verður farið yfir hvað er mál og hvernig skjöl þarf að vista undir máli. Mál er í raun hvert einstakt verkefni sem unnið er hjá HSN. Það getur t.d. verið aðsent erindi sem þarf að bregðast við, fyrirspurn eða fyrirmæli. Það getur einnig verið verkefni innan HSN eða samningar svo dæmi séu nefnd.

Leiðbeinendur: Hulda Jónsdóttir/Kristín Magnúsdóttir 

Frekari upplýsingar varðandi námskeið HSN gefa:
Kristín Björk - 460-5724 - netfang: kristin@simey.is
Ingunn Helga - 460-5727 - netfang: ingunn@simey.is

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð