Vorverkin í garðinum - vefnámskeið

Flokkur: námskeið

Vorverkin í garðinum - Vefnámskeið

Á námskeiði Auðar er farið yfir ótal þætti sem varða vorverkin í garðinum. Þá er rétti tíminn til að klippa limgerðin og snyrta runnana og trén. Hlúa að sígrænum gróðri með striga eða þvottakörfum til að aftra því að nálarnar sólbrenni. Forrækta vorlaukana, dalíur, gladiólur og begoníur sem sannarlega boða sumarkomuna. Skoða úrvalið af matjurta-, krydd- og sumarblómafræi og fara yfir forræktun þeirra. Nemendur fá lista yfir sáningatíma helstu tegunda og góð ráð við ræktunina. Skoðum hvers vegna kartöflurnar eiga spíra á björtum stað en ekki í beinni sól og nemendur læra að bleikja rabbabarann svo hann verði enn bragðbetri.

Sumir hræðast kóngulær og hafa eitrað utanhúss hátt og lágt. Þar sem eitur er hvimleitt og ætti eingöngu að vera nauðvörn þá lumum við á góðu ráði til að stemma stigu við kóngulóafári. Gróðursetning að vori tekin fyrir og skoðað hvað hægt sé að gera við greinar sem falla til er limgerðin eru klippt.

Leiðbeinandi: Auður I. Ottesen garðyrkjufræðingur og ritstjóri Sumarhússins og garðsins

Athugið að aðilar í stéttarfélögunum Eining Iðja, Kjölur og Sameyki sækja námskeiðið sér að kostnaðarlausu. 

Námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðila í öðrum stéttarfélögum að kanna rétt sinn hjá sínu félagi.

Vinsamlega athugið að námsgjöld eru óafturkræf eftir að frestur til að segja sig frá námi rennur út. Berist umsókn til okkar innan tveggja sólarhringa áður en námskeið hefst verður námskeiðsgjaldið gjaldfært strax og námsgjöld þar af leiðandi óafturkræf.

Frestur til úrsagnar úr námskeiðinu er allt að 48 klukkustundum áður en námskeiðið hefst.  

Hafi skrifleg úrsögn ekki borist fyrir þann tíma, verða námsgjöld innheimt að fullu (sjá greiðsluskilmála SÍMEY) 

Ef þú vilt hætta við umsókn og koma í veg fyrir að námsgjöld verði innheimt, smelltu þá hér áður en fresturinn rennur út, fylltu út formið og sendu til okkar.

 

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð