Vöruflutningar

Flokkur: Endurmenntun atvinnubílstjóra

Ótrygg hleðsla er ein helsta orsök alvarlegra umferðarslysa á vörubifreiðum. Farið er yfir þá krafta sem virka á ökutæki og farm þeirra í akstri sem og hvaða festingar tryggja farminn og hvers vegna. Fjallað er um ábyrgð bílstjóra á því að farmur sé tryggilega festur og örugglega sé gengið frá efnum sem geta mengað. Kynnt eru þau skjöl og leyfi sem nauðsynlegt er að þekkja og sem krafist er við vöruflutninga. Festibúnaður og yfirbreiðslur prófaðar.

 Forkröfur náms: Ætlað atvinnubílstjórum sem hafa fengið réttindi sín fyrir 10. september 2013. Einnig þeim sem vilja endurnýja ökuskírteinið sitt með ökuréttindaflokki D1 og D til farþegaflutninga í atvinnuskyni og í flokki C1 og C til vöruflutninga í atvinnuskyni.

Athugið að nauðsynlegt er að skrá sig hér á síðunni. Þeir sem ekki eru skráðir þurfa mögulega frá að hverfa.

Verð: 20.000 kr
Athugið að ef öll 5 námskeiðin eru tekin hjá Ekli/SÍMEY er einungis greitt fyrir fjögur.

Hér getur þú kannað stöðu þína í endurmenntun.
Þú skráir þig inn með rafrænum skilríkjum

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning