Vistakstur og öryggi í akstri

Flokkur: Endurmenntun atvinnubílstjóra

Slys og neikvæð umhverfisáhrif eru á meðal helstu vandamála í umferðinni. Vistakstur hefur marga kosti, s.s. orku- og peningasparnað, minni mengun og aukið umferðaröryggi, auk þess sem komið hefur í  ljós  að hann sparar oftar en ekki tíma. Vistakstur snýst um að bílstjóri sýni framsýni í akstri og verði meðvitaðri um aksturslag sitt, dragi úr eldsneytiseyðslu og um leið úr losun mengandi efna í útblæstri. Samhliða  breyttum hugsunarhætti bílstjóra eykst umferðaröryggið. Sérhver bílstjóri getur tileinkað sér hagkvæmari og umhverfisvænni akstur.

Forkröfur náms: Ætlað atvinnubílstjórum sem hafa fengið réttindi sín fyrir 10. september 2013. Einnig þeim sem vilja endurnýja ökuskírteinið sitt með ökuréttindaflokki D1 og D til farþegaflutninga í atvinnuskyni og í flokki C1 og C til vöruflutninga í atvinnuskyni.

Athugið að nauðsynlegt er að skrá sig hér á síðunni. Þeir sem ekki eru skráðir þurfa mögulega frá að hverfa.

Verð: 20.000 kr
Athugið að ef öll 5 námskeiðin eru tekin hjá Ekli/SÍMEY er einungis greitt fyrir fjögur.

Hér getur þú kannað stöðu þína í endurmenntun.
Þú skráir þig inn með rafrænum skilríkjum

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning