Vínilskurður í FabLab

Flokkur: námskeið

Námskeið í undirbúningi og notkun á vínylskurðarvél.

Á  þessu námskeiði verður farið yfir grunnatriði í forritinu Inkscape sem notað er til að skera út límmiða og fatafilmur í vínylskera.

Vínylskurðar vélin heitir Roland GS-24 og getur skorið í gegnum þunnt efni (vínyl, pappír o.fl). Vélin getur skorið út í einlita filmur en hægt er að púsla saman mismunandi litum til að fá flóknari límmiða.

Þátttakendur skera út límmiða sem hægt er að taka með sér heim.

Námskeiðið er 6 klst. Kennt tvisvar 3 tíma í senn. 

Leiðbeinandi: Jón Þór Sigurðsson, forstöðumaður Fab Lab Akureyri

Athugið að félagsmenn í stéttarfélögunum Eining Iðja, Kjölur og Sameyki sækja námskeiðið sér að kostnaðarlausu. 
Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning
Vínilskurður 18. okt - 25. okt Þriðjudagar 17.00-20.00 FAB LAB í VMA 24.900 kr. Skráning