Viltu breyta úrgangi í gull

Flokkur: námskeið

Skráðu þig á námskeið í moltugerð, í heimagerð moltugerð að hausti og yfir veturinn!

Moltugerð hefur marga jákvæða kosti – bæði fyrir umhverfið, jarðveginn og samfélagið. Kostirnir eru ótalmargir, þú minnkar þörfina á að flytja úrgang, bætir jarðveginn, dregur úr þörf á aðkeyptum áburði og mol dog hjálpar plöntum að vaxa. Þú sparar pening í moldar- og áburðarkaup og það veitir vellíðan að búa til sitt eigið.
Lærðu hvernig þú getur umbreytt eldhús- og garðúrgangi í næringarríka moltu – á einfaldan og umhverfisvænan hátt.
Farið verður yfir grunnatriði moltugerðar. Ýmsa möguleika, s.s. hvernig þú gerir haugmoltu, jarðgerir í þriggja hólfa moltukassa, býrð til mold í safnhaugatunnu, hvernig á að útbúa útiormamoltu. Svo hvernig jarðgert er með rauðánum og og svo bokashi sem krefst 15-25°C hita og tilvalið að vera með inni á veturnar. tilvalið er
Veitt eru góð ráð og farið yfir algeng mistök

Leiðbeinandi:Auður I. Ottesen, garðyrkjufræðingur

Athugið að aðilar í stéttarfélögunum Eining Iðja, Kjölur og Sameyki ásamt stéttarfélögum sem eru aðilar að Iðunni sækja námskeiðið sér að kostnaðarlausu. Námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðila í öðrum stéttarfélögum að kanna rétt sinn hjá sínu félagi.

Vinsamlega athugið að námsgjöld eru óafturkræf eftir að frestur til að segja sig frá námi rennur út. Berist umsókn til okkar innan tveggja sólarhringa áður en námskeið hefst verður námskeiðsgjaldið gjaldfært strax og námsgjöld þar af leiðandi óafturkræf.Frestur til úrsagnar úr námskeiðinu er allt að 48 klukkustundum áður en námskeiðið hefst. Hafi skrifleg úrsögn ekki borist fyrir þann tíma, verða námsgjöld innheimt að fullu (sjá greiðsluskilmála SÍMEY) Ef þú vilt hætta við umsókn og koma í veg fyrir að námsgjöld verði innheimt, smelltu þá hér áður en fresturinn rennur út, fylltu út formið og sendu til okkar.

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning