Starfsmannasamtöl

Flokkur: Stök námskeið

Vel undirbúin og faglega framkvæmd starfsmannasamtöl geta bætt verulega frammistöđu starfsmanna og eflt samstarf og samskipti milli yfirmanns og starfsmanna hans.  

Á námskeiđinu er fariđ yfir tilgang, undirbúning, framkvæmd og eftirfylgni starfsmannasamtala. Sýnd eru leikin myndskeiđ sem sýna bæđi hvernig starfsmannasamtöl geta "misheppnast" ef réttum undirbúningi og samtalstækni er ábótavant og öfugt, þ.e. sýnd dæmi um vel undirbúin og árangursrík samtöl. Þátttakendur taka jafnframt þátt í léttum æfingum.

Leiðbeinandi er Rakel Heiðmarsdóttir.

Rakel er stofnandi og eigandi ráðgjafarfyrirtækisins Inventus ehf (sjá nánar á inventus.is). Hún útskrifaðist með doktorsgráðu í Ráðgjafarsálfræði (Counseling Psychology) frá University of Texas at Austin árið 2002. Hún fékkst við mannauðsráðgjöf, stjórnunarráðgjöf og markþjálfun á árunum 2002-2005. Að auki hefur Rakel haldið ýmis námskeið um samskipti, stjórnun, o.fl hjá Reykjavíkurborg, í Opna Hákskólanum í HR, Endurmenntun HÍ og á vinnustöðum. Rakel hefur auk þess unnið samtals í 12 ár sem mannauðsstjóri, frá árinu 2005, meðal annars í Norðuráli og Bláa Lóninu. 

 

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning
1 29. okt - 29. okt Mánudagur 12.00-16.00 SÍMEY Þórsstíg 4 29,000 kr. Skráning